Bein útsending: Sprengisandur á Bylgjunni Það verður margt rætt í útvarpsþátturinn Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. 1.11.2020 09:24
Tveir stungnir til bana af manni í „miðaldafötum“ Minnst tveir eru dánir eftir að maður í „miðaldafötum“ stakk fólk í Quebec í Kanada. Fimm eru særðir eftir árásina en lögreglan handtók mann á þrítugsaldri vegna árásarinnar. 1.11.2020 08:56
Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. 1.11.2020 08:18
Kringlumýrarbraut áfram lokuð vegna vinnu Kringlumýrarbraut verður lokuð á milli tíu í dag og sjö í kvöld vegna vinnu við lóð Veitna við Bolholt 5. 1.11.2020 07:41
Eftirför í Mosfellsbæ Lögregluþjónar veittu manni eftirför þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu á Vesturlandsvegi í tíunda tímanum í gærkvöldi. 1.11.2020 07:32
Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31.10.2020 14:42
Sean Connery er látinn Stórleikarinn skoski, Sean Connery, er látinn. Hann var 90 ára gamall og var hvað þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum. 31.10.2020 12:37
56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31.10.2020 11:02
Fjögur þúsund leita í rústum í Izmir Minnst 27 eru látnir eftir sterkan jarðskjálfta í Eyjahafinu í gær. Skjálftinn var af stærðinni 7 samkvæmt mælingum og olli miklu tjóni í tyrknesku borginni Izmir. 31.10.2020 10:46
Johnson sagður íhuga útgöngubann Forsætisráðherra Breta er sagður íhuga mánaðarlangt útgöngubann í Englandi í þeirri von að geta slakað á aðgerðum fyrir jólahátíðina. 31.10.2020 10:00