Fimm dóu í bruna hjá stærsta bóluefnaframleiðanda heims Fimm eru dánir eftir að eldur kviknaði í húsnæði stærsta bóluefnaframleiðanda heims í Indlandi. Eldurinn mun þó ekki koma niður á framleiðslu bóluefnis AstraZeneca, sem fyrirtækið Serum Institute of India hefur verið að framleiða. 21.1.2021 16:35
Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21.1.2021 15:33
Fimmtíu handteknir og hald lagt á rúmlega 300 milljónir evra Fimmtíu hafa verið handteknir og rannsókn hafin á stjórnmálamanni í áhlaupi lögreglunnar á Ítalíu gegn ‘Ndrangheta-mafíunni. Saksóknarar segja áhlaupið varpa ljósi á viðleitni mafíunnar til að þvætta fé og kaupa pólitísk áhrif. 21.1.2021 14:16
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21.1.2021 12:29
Skáldið sem sló í gegn Skáldið unga, Amanda Gorman, baslaði við að klára ljóðið „The Hill We Climb“, eða Hæðin sem við klífum, fyrir um tveimur vikum síðan. Hún hafði nýverið fengið tímamótaverkefni og óttaðist að valda því ekki. Sá ótti hennar reyndist ekki á rökum reistur. 21.1.2021 10:57
Minnst fjórir látnir og tíu særðir í Madríd Minnst fjórir eru látnir og minnst tíu særðir eftir mikla sprengingu í Madríd í gær. Sprengingin varð þegar verið var að gera við gaskerfi sjö hæða húss í Puerta de Toledo, nærri miðborg Madrídar, og olli hún gífurlegum skemmdum. 21.1.2021 09:29
Minnst þrír látnir í sprengingu í Madríd Mikil sprenging átti sér stað í Madríd á Spáni í dag og eru minnst þrír látnir. Útlit er fyrir að sprenginin hafi orðið vegna gasleka. 20.1.2021 14:31
Þáttastjórnendur grínast með endalok Trump-tímabilsins Donald Trump hefur átt í stormasömu sambandi við marga af stjórnendum spjallþátta Bandaríkjanna. Hann hefur deilt opinberlega við einhverja þeirra og gagnrýnt aðra á Twitter. Þeir virðast þó flestir hæstánægðir með að Trump láti af embætti í dag. 20.1.2021 11:47
Vaktin: Innsetningardagur Bidens Joe Biden sór embættiseið og tók við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20.1.2021 11:01
Ma sendi frá sér stutt myndband en sást síðast í október Kínverski auðjöfurinn Jack Ma ávarpaði hóp kennara í Kína í myndbandi sem birt var í morgun og var það í fyrsta sinn sem hann sést opinberlega frá því í október. Við það hækkuðu hlutabréf í félagi hans, Alibaba, verulega. 20.1.2021 09:35