Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19.5.2021 14:30
Svört kona þóttist hvít og virði húss hennar tvöfaldaðist Svört kona í Indianapolis í Bandaríkjunum fannst verðmat sem tvö fyrirtæki gerðu fyrir sig í fyrra vera skringilega lág. Þá ákvað hún að fela litarhaft sitt, þykjast vera hvít á hörund og reyna aftur. Við það tvöfaldaðist verðmæti húss hennar og rúmlega það. 19.5.2021 13:53
CCP vann til Webby verðlauna CCP Games vann í gær til hinna virtu Webby netverðlauna fyrir smáleik innan leiksins EVE Online. Nánar tiltekið snúast verðlaunin sem CCP vann um samfélagsþjónustu innan tölvuleikja og heitir verkefnið sem vann Project Discovery. 19.5.2021 12:05
ESB opnar landamærin fyrir bólusettum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tekið þá ákvörðun að opna landamæri ríkjasambandsins fyrir ferðamönnum sem hafa verið bólusettir að fullu. Þessi ákvörðun var tekin í morgun en hefur ekki verið tilkynnt opinberlega þar sem ákvörðunin hefur ekki verið staðfest af erindrekum aðildarríkja ESB. 19.5.2021 10:51
Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19.5.2021 09:42
Sakar Gísla um pólitískan áróður gegn Ísrael Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði Gísla Martein Baldursson um pólitískan áróður gegn Ísrael á undankvöldi Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í kvöld. 18.5.2021 23:05
Berjast við sinueld í Hvalfirði Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar berjast nú við sinueld í norðanverðum Hvalfirðinum. Yfir tuttugu manns taka þátt í slökkvistarfinu en slökkviliðsstjórinn segir að stjórn hafi náðst á eldinum. 18.5.2021 22:39
Ekkert útlit fyrir vopnahlé í bráð Ekkert útlit er fyrir að vopnahlé náist í bráð milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasa. Það er þrátt fyrir aukinn alþjóðlegan þrýsting á að vopnahléi verði komið á. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að árásir Ísraelshers hafi komið verulega niður á starfsemi Hamas. 18.5.2021 22:24
Þessi komust áfram í úrslit Eurovision Þau tíu ríki sem komust áfram frá fyrra undankvöldi Söngvakvöldi evrópskra sjónvarpsstöðva eru Noregur, Ísrael, Rússland, Aserbaídsjan, Malta, Litháen, Kýpur, Svíþjóð, Belgía og Úkraína. 18.5.2021 21:02
Hermenn sendir til að hefta flæði fólks yfir landamærin í Ceuta Yfirvöld á Spáni hafa sent hermenn til Ceuta, yfirráðasvæði Spánar í Norður-Afríku eftir að metfjöldi flótta- og farandfólks kom þangað. Ráðamenn í Ceuta segja minnst sex þúsund manns hafa komið á svæðið frá Marokkó í dag. 18.5.2021 21:01