Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

G7 ríkin ætla að hætta að fjármagna kolaorkuver

Erindrekar G7 ríkjanna hafa komist að samkomulagi um aðgerðir til að draga úr hækkun hitastigs á jörðinni vegna manngerðra veðurfarsbreytinga. Aðgerðirnar taka mið af því að hitastig hækki ekki um meira en eina og hálfa gráðu.

Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple

Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit.

Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar

Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum.

Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó

Rúmlega 6.500 af þeim um átta þúsund farand- og flóttamönnum sem hafa gert sér leið til Ceuta, yfirráðasvæðis Spánar í Norður-Afríku, í þessari viku hafa verið sendir aftur til Marokkó. Þetta tilkynnti Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar í morgun.

ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið

Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið.

Leita enn að hættulegum hermanni í Belgíu

Lögregluþjónar og hermenn í Belgíu leita enn að hermanninum Jurgen Conings sem hvarf á mánudaginn, eftir að hafa stolið miklu af vopnum á herstöð. Hvarf Conings og vopnastuldur hans uppgötvaðist þó ekki fyrr en á þriðjudaginn en hermaðurinn er sagður vera í felum í stórum skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum.

Sjá meira