G7 ríkin ætla að hætta að fjármagna kolaorkuver Erindrekar G7 ríkjanna hafa komist að samkomulagi um aðgerðir til að draga úr hækkun hitastigs á jörðinni vegna manngerðra veðurfarsbreytinga. Aðgerðirnar taka mið af því að hitastig hækki ekki um meira en eina og hálfa gráðu. 21.5.2021 15:53
WHO segir dauðsföll vegna Covid mögulega þrisvar sinnum hærri en opinberar tölur segja Mögulegt er að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja. Þetta segja sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og áætla þeir að raunverulegur fjöldi látinna sé allt að tvisvar til þrisvar sinnum en talið er. 21.5.2021 14:56
Cook ber vitni í málferlum Epic gegn Apple Tim Cook, forstjóri Apple, mun í dag setjast í vitnastúkuna í máli Apple og Epic Games, framleiðenda hins vinsæla leiks Fortnite. Epic hefur sakað Apple um samkeppnisbrot en málaferlin gætu haft gífurleg áhrif stýrikerfi í tækjum Apple og hvernig notendur sækja snjallforrit. 21.5.2021 14:07
Kokkar, kennarar og hjúkrunarfræðingar sinna störfum fangavarða vegna gífurlegrar manneklu Gífurlegur skortur er á fangavörðum í Bandaríkjunum og hafa kokkar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og aðrir þurft að ganga í störf þeirra. Í einhverjum tilfellum eru fangar læstir í klefum sínum um helgar því skortur er á fangavörðum til að vakta þá. 21.5.2021 12:26
Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21.5.2021 11:15
Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó Rúmlega 6.500 af þeim um átta þúsund farand- og flóttamönnum sem hafa gert sér leið til Ceuta, yfirráðasvæðis Spánar í Norður-Afríku, í þessari viku hafa verið sendir aftur til Marokkó. Þetta tilkynnti Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar í morgun. 21.5.2021 10:15
ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21.5.2021 09:23
„Ég er hræddur“: Kýldu og spörkuðu í svartan mann sem dó við handtöku Lögregluþjónar í Louisiana kýldu Ronald Greene ítrekað, spörkuðu í hann og drógu hann handjárnaðan eftir götunni þegar hann var handtekinn árið 2019. Greene, sem var svartur á hörund, var 49 ára gamall og dó skömmu seinna. 20.5.2021 16:50
Leiðtogi Boko Haram sagður dáinn eða alvarlega særður eftir átök við ISIS-liða Abu Bakr Shekau, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Harem, dó eða særðist alvarlega, í átökum við vígamenn Íslamska ríkisins á Afríku (ISWAP) í norðausturhluta Nígeríu í gær. Eftir átök meðlima hryðjuverkasamtakanna var Shekau umkringdur í Sambisa skógi. 20.5.2021 15:20
Leita enn að hættulegum hermanni í Belgíu Lögregluþjónar og hermenn í Belgíu leita enn að hermanninum Jurgen Conings sem hvarf á mánudaginn, eftir að hafa stolið miklu af vopnum á herstöð. Hvarf Conings og vopnastuldur hans uppgötvaðist þó ekki fyrr en á þriðjudaginn en hermaðurinn er sagður vera í felum í stórum skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum. 20.5.2021 14:20