Leiðtogi Boko Haram sagður dáinn eða alvarlega særður eftir átök við ISIS-liða Abu Bakr Shekau, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Harem, dó eða særðist alvarlega, í átökum við vígamenn Íslamska ríkisins á Afríku (ISWAP) í norðausturhluta Nígeríu í gær. Eftir átök meðlima hryðjuverkasamtakanna var Shekau umkringdur í Sambisa skógi. 20.5.2021 15:20
Leita enn að hættulegum hermanni í Belgíu Lögregluþjónar og hermenn í Belgíu leita enn að hermanninum Jurgen Conings sem hvarf á mánudaginn, eftir að hafa stolið miklu af vopnum á herstöð. Hvarf Conings og vopnastuldur hans uppgötvaðist þó ekki fyrr en á þriðjudaginn en hermaðurinn er sagður vera í felum í stórum skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum. 20.5.2021 14:20
Þúsundir ljósmyndara berjast um að eiga fyndnustu dýralífsmynd ársins Maður er manns gaman. Þannig hljómar orðatiltækið gamla en færa má rök fyrir því að oft séu dýr einnig manns gaman. Hin árlega Comedy Wildlife Photography Awards verðlaunakeppni stendur nú yfir í sjöunda sinn og streyma myndir úr dýraríkinu inn í keppnina. 20.5.2021 12:32
Leita þess sem lak myndbandi af stúlku falla milli lestar og lestarpalls Forsvarsmenn lestarkerfis Írlands rannsaka nú hvernig myndband af atviki þar sem táningsstúlka féll milli lestar og lestarpallar í Dublin lak á netið. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um Írland og víðar en það sýnir hóp táningsdrengja veitast að stúlkum, hrækja á þær og ógna þeim, með áðurnefndum afleiðingum. 20.5.2021 11:16
Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu. 20.5.2021 10:03
Yfirtakan: Steinoriz spilar Minecraft Þorsteinn Jón Thorlacius, eða Steinoriz, mun taka yfir Twitrás GameTíví í kvöld og spila hinn vinsæla leik, Minecraft. Nokkrir aðrir spilarar munu ganga til liðs við hann og stefna þeir á að drepa enderdrekann svokallaða á nokkrum klukustundum. 19.5.2021 19:30
Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Lögreglan í Belgíu leitar að þungvopnuðum hermanni sem sagður er hafa stolið vopnum og hótað fólki. Hermaðurinn er skotþjálfi og er hann sagður hafa tekið vopn frá herstöð og horfið í gær. Áður hafði hann hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar. 19.5.2021 17:00
Valeria til Advania Advania hefur ráðið Valeriu Rivina sem nýjan forstöðumann veflausna. Hún hefur tíu ára stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum og hefur leitt umfangsmikil stafræn umbóta- og þróunarverkefni. 19.5.2021 15:40
Bitcoin og aðrar rafmyntir í frjálsu falli Rafmyntin Bitcoin hefur hrunið í virði í dag. Virði myntarinnar hefur lækkað stöðugt undanfarna fimm daga en botninn virðist taka úr þegar ráðmenn í Kína tilkynntu að herða ætti ólarnar á rafmyntum þar í landi. 19.5.2021 15:31
Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19.5.2021 14:30