Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leita enn að hættulegum hermanni í Belgíu

Lögregluþjónar og hermenn í Belgíu leita enn að hermanninum Jurgen Conings sem hvarf á mánudaginn, eftir að hafa stolið miklu af vopnum á herstöð. Hvarf Conings og vopnastuldur hans uppgötvaðist þó ekki fyrr en á þriðjudaginn en hermaðurinn er sagður vera í felum í stórum skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum.

Leita þess sem lak myndbandi af stúlku falla milli lestar og lestarpalls

Forsvarsmenn lestarkerfis Írlands rannsaka nú hvernig myndband af atviki þar sem táningsstúlka féll milli lestar og lestarpallar í Dublin lak á netið. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um Írland og víðar en það sýnir hóp táningsdrengja veitast að stúlkum, hrækja á þær og ógna þeim, með áðurnefndum afleiðingum.

Deila enn og aftur um siglingar um Suður-Kínahaf

Ráðamenn í Kína sökuðu flota Bandaríkjanna um að hafa siglt herskipi inn á yfirráðasvæði þeirra í Suður-Kínahafi. Þeir segja slíkar siglingar ólöglegar en í gær kvörtuðu Kínverjarþegar bandarísku herskipi var siglt í gegnum Taívan-sund og sökuðu þeir Bandaríkin um að valda spennu á svæðinu.

Yfirtakan: Steinoriz spilar Minecraft

Þorsteinn Jón Thorlacius, eða Steinoriz, mun taka yfir Twitrás GameTíví í kvöld og spila hinn vinsæla leik, Minecraft. Nokkrir aðrir spilarar munu ganga til liðs við hann og stefna þeir á að drepa enderdrekann svokallaða á nokkrum klukustundum.

Valeria til Advania

Advania hefur ráðið Valeriu Rivina sem nýjan forstöðumann veflausna. Hún hefur tíu ára stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum og hefur leitt umfangsmikil stafræn umbóta- og þróunarverkefni.

Bitcoin og aðrar rafmyntir í frjálsu falli

Rafmyntin Bitcoin hefur hrunið í virði í dag. Virði myntarinnar hefur lækkað stöðugt undanfarna fimm daga en botninn virðist taka úr þegar ráðmenn í Kína tilkynntu að herða ætti ólarnar á rafmyntum þar í landi.

Sjá meira