Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. 12.10.2021 12:01
Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. 12.10.2021 11:10
Yfirgefur NCIS eftir átján þáttaraðir Leikarinn Mark Harmon hefur ákveðið að segja skilið við Leroy Jethro Gibbs, sem hann hefur leikið í rúmar átján þáttaraðir í þáttunum NCIS. Þetta tilkynnti framleiðandi þáttanna langlífu en hélt hann þó möguleikanum opnum á að Gibbs myndi stinga upp kollinum á nýjan leik seinna meir. 12.10.2021 09:44
Far Cry 6: Byltingar er þörf Far Cry 6 gerist í ríki sem kallast Yara. Það ríki er samansett úr nokkrum eyjum í Karabíuhafinu og er því stýrt af grimmum einræðisherra. Eyríkið hefur verið undir ströngum viðskiptaþvingunum í áratugi og hefur það kennt íbúum að nýta það sem er fyrir hendi. 12.10.2021 08:45
GameTíví: Förðun og Far Cry 6 Það verður margt um að vera í streymi kvöldsins hjá GameTíví. Strákarnir munu bæði spila leikinn Far Cry 6 og keppa í förðun. 11.10.2021 19:30
Vill leggja meiri áherslu á að bæta líf þegna sinna Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði eftir því í gær að embættismenn sínir legðu meiri áherslu á að bæta líf íbúa landsins. Það væri nauðsynlegt vegna verulega slæms ástands efnahags landsins. 11.10.2021 14:09
Hundrað og sautján nemendur og tuttugu starfsmenn í sóttkví Hundrað og sautján nemendur Salaskóla eru í sóttkví og tuttugu starfsmenn. Það er eftir að fjórir greindust smitaðir af Covid-19 um helgina. 11.10.2021 13:23
Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11.10.2021 11:40
Segir Lennon hafa sundrað Bítlunum Bítillinn Paul McCartney segist hafa í tæp fimmtíu ár ranglega verið sakaður um að bera ábyrgð á því að hljómsveitin goðsagnakennda hætti. Í nýju viðtali segir hann John Lennon hafa gengið frá Bítlunum. 11.10.2021 11:17
Kampakát Kim kom á óvart í SNL Kim Kardashian West þykir hafa staðið sig merkilega vel í Saturday Night Live um helgina. Hún var fengin til að stýra þættinum og gerði hún meðal annars stólpagrín að sjálfri sér og fjölskyldu sinni. 11.10.2021 10:34