Dauður hvalur fannst í fjörunni við Þorlákshöfn Hræ hvals fannst í fjörunni við Þorlákshöfn í morgun. Dýrið virðist ekki hafa verið dautt lengi. 27.10.2021 14:14
Kanna leiðir til að draga úr áhrifum geimferða Fjórum geimförum verður skotið út í geim á sunnudagsmorgun. Þau munu verja næstu mánuðum við störf og rannsóknir í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimförunum verður skotið út í geim um borð í Crew Dragon geimfari SpaceX. 27.10.2021 13:55
Líkti tilraunum Kínverja við geimskot Spútnik á árum áður Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna segir fregnir af tilraunum Kínverja með sérstakar eldflaugar vera mikið áhyggjuefni. Líkti hann tilraununum við það þegar Sovétríkin skutu gervihnettinum Spútnik á loft. 27.10.2021 13:01
Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27.10.2021 10:44
Queens spila Apex Legends Stelpurnar í Queens ætla að spila leikinn Apex Legends í kvöld. Fá þær með sér þá Rósinkrans og SiggaBGame til að skjóta öðrum spilurum ref fyrir rass. 26.10.2021 20:31
Týndur göngumaður hunsaði símtöl frá viðbragðsaðilum Göngumaður sem skilaði sér ekki til byggða úr gönguferð í Colorado í Bandaríkjunum á áætlun hunsaði ítrekað símtöl frá viðbragðsaðilum. Hann eða hún vildi ekki svara númeri sem hann kannaðist ekki við svo björgunaraðilar þurftu að hefja leit að göngumanninum sem skilaði sér sjálfur til byggða. 26.10.2021 16:28
Gekk um með boga og örvar á Selfossi í nótt Maður sem var á gangi um Selfoss með boga og örvar var handtekinn í nótt. Tilkynning barst til lögreglunnar á fimmta tímanum um mann vopnaða boga og örvum á gangi við Tryggvatorg á Selfossi. 26.10.2021 15:49
Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna vegna einkamáls gegn honum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn táningi. Það verður hann að gera fyrir 14. júlí næstkomandi samkvæmt úrskurði dómara í New York. 26.10.2021 14:40
Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26.10.2021 13:23
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26.10.2021 10:49