Leikirnir sem beðið er eftir Nú þegar enn eitt árið er að hefjast er vert að taka stöðuna í tölvuleikjaheimum og velta vöngum yfir því sem von er á. Þar er um ansi mikið að ræða og er útlit fyrir að þó nokkrir leikir sem verða að teljast stórir líti dagsins ljós. 7.1.2022 08:00
Hótar óbólusettum aftur handtökum Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði því í dag að láta handtaka óbólusett fólk ef þau yfirgefi heimili sín. Faraldur kórónuveirunnar þar í landi er í mikilli dreifingu en fjöldi nýsmitaðra hefur tvöfaldast á nokkrum dögum. 6.1.2022 15:30
Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6.1.2022 14:14
Covid dreifist hratt í borgum Indlands og meðal barna Kórónuveiran er aftur komin í tiltölulega mikla dreifingu á Indlandi þessa dagana og þá sérstaklega í borgum landsins. Innlagnir eru þó enn tiltölulega fáar og delta-afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi, er enn ráðandi í landinu en einungis 2.630 hafa smitast af ómíkron-afbrigðinu, svo vitað sé. 6.1.2022 12:35
Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. 6.1.2022 11:11
Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6.1.2022 09:11
BR-veisla hjá Babe Patrol Það verður mikið um að vera hjá stelpunum í Babe Patrol í kvöld. Þær ætla bæði að spila Apex Legends og Call of Duty: Warzone en bæði eru svokallaðir Battle Royale-leikir þar sem þeir vinna sem standa síðastir eftir, eins og flestir vita eflaust. 5.1.2022 20:30
Útlit fyrir hertar sóttvarnareglur á Tenerife Útlit er fyrir að Tenerife í Kanaríeyjum verði sett á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna Covid-19 á næstu dögum. Við það herðast reglurnar varðandi hvað má gera á eyjunni, hve margir mega koma saman og hvar. 5.1.2022 14:05
Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt. 5.1.2022 12:20
Sony lofar mikið bættum sýndarveruleika Sony opinberaði í gær í fyrsta sinn upplýsingar um næstu kynslóð sýndarveruleikabúnaðar fyrirtækisins sem kallast PSVR2. Fyrirtækið sýndi búnaðinn ekki né sagði hvenær sala hans ætti að hefjast. 5.1.2022 10:18