Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fönguðu stærðarinnar sólblossa á filmu

Nokkrir gervihnettir sem beint er að sólinni greindu á þriðjudaginn stóran sólblossa eða sólgos. Hann er einn sá stærsti sem hefur nokkurn tímann verið fangaður á filmu en blossinn náði milljónir kílómetra út í sólkerfið.

Rússar æfa notkun kjarnorkuvopna

Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu í morgun að halda ætti umfangsmikla kjarnorkuvopnaæfingu þar í landi um helgina. Æfingarnar hefjast á morgun en samkvæmt yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands munu þær meðal annars fela í sér að skjóta eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft.

Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir enn líklegt að Rússar ætli sér að ráðast á Úkraínu og að það gæti gerst á næstu dögum. Þá segja Rússar að þeir neyðist til að bregðast við, verði kröfum þeirra ekki svarað, kröfum sem hefur þegar verið hafnað.

Breskum manni banað af hákarli í Ástralíu

Maðurinn sem dó í hákarlaárás í Sydney í Ástralíu í gær var 35 ára Breti. Hann hét Simon Nellist og bjó í Ástralíu þar sem hann starfaði við að kenna köfun. Breskir miðlar segir Nellist hafa verið að æfa sig fyrir góðgerðasund þegar hákarl réðst á hann.

Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi

Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst.

Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins

Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik.

Babe Patrol kíkir á season tvö í Warzone

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að kíkja á season 2 í Warzone í kvöld. Þar fá þær tækifæri til að skoða ný vopn og mögulega næla sér í þeirra fyrsta sigur. 

Hákarl banaði manni fyrir framan stangveiðimenn

Maður sem var á sundi undan ströndum Sydney í Ástralíu í morgun var drepinn af hákarli. Nokkur vitni voru að árásinni sem var einungis nokkra metra frá landi og segja vitnin að hvítháfur hafi banað manninum.

Sjá meira