Everton kláraði Brighton í fyrri hálfleik Everton vann magnaðan 5-1 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir frá Bítlaborginni eru í bullandi fallbaráttu á meðan Brighton lætur sig dreyma um að spila í Evrópu á næstu leiktíð. 8.5.2023 18:30
Aron Einar nældi í silfur í Katar Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson spilaði fyrri hálfleik í 2-0 sigri Al Arabi á Al Sadd í lokaumferð katörsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. 8.5.2023 18:16
Hildur Lilja til liðs við nýliða Aftureldingar Hildur Lilja Jónsdóttir hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir Aftureldingar en liðið mun spila í Olís deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Frá þessu greindi Afturelding á samfélagsmiðlum sínum. 8.5.2023 17:00
Sveindís Jane þriðji Íslendingurinn til að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu Sveindís Jane Jónsdóttir er þriðji Íslendingurinn sem kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Hin tvö eru Eiður Smári Guðjohnsen og Sara Björk Gunnarsdóttir. 2.5.2023 07:01
Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deild kvenna og úrslitin ráðast í rimmu Vals og Þórs Þorlákshafnar Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Stórleikur dagsins er viðureign Íslandsmeistara Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. 2.5.2023 06:01
Rifust á vellinum eftir sigurinn gegn Aston Villa Samherjarnir Bruno Fernandes og Casemiro enduðu 1-0 sigur Manchester United á Aston Villa um helgina með léttum rökræðum út á velli áður en þeir fögnuðu með samherjum sínum. 1.5.2023 23:30
Fagna sigrinum með því að bjóða leikmönnum Wrexham til Syndaborgarinnar Hollywood-stjörnurnar og eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, Rob McElhenney og Ryan Reynolds, hafa ákveðið að bjóða leikmönnum liðsins til Las Vegas eftir að liðið sigraði ensku E-deildina. 1.5.2023 23:01
Skoraði en fór svo meiddur af velli Rúnar Már Sigurjónsson var á skotskónum í rúmensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Hann meiddist hins vegar einnig í leiknum. 1.5.2023 22:30
Hélt eldræðu fyrir leik og skaut Stríðsmönnunum svo í undanúrslit Golden State Warriors vann Sacramento Kings í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Stephen Curry bauð til veislu en hann skoraði 50 stig í leiknum. Hann hélt einnig eldræðu fyrir leik sem kveikti í liðsfélögum hans. 1.5.2023 22:01
„Við vorum heppnar“ „Þetta var erfiður leikur með framlengingunni. Ég hélt við værum að fara í vítaspyrnukeppni en við unnum,“ sagði Jill Roord, einn af markaskorurum Wolfsburg í ótrúlegum 3-2 sigri liðsins á Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. 1.5.2023 21:30