Andri Lucas skoraði sjálfsmark þegar Norrköping missti niður tveggja marka forystu Andri Lucas Guðjohnsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Norrköping gerði 2-2 jafntefli við Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 11.6.2023 17:35
Enginn unnið fleiri risamót en Djokovic Novak Djokovic varð í dag sigursælasti karlmaður í sögu tennis, allavega þegar kemur að risamótum í þeirri mynd sem við þekkjum þau í dag. Hann vann sitt 23. risamót þegar hann bar sigur úr býtum á franska opna. 11.6.2023 17:01
Benítez tilbúinn að snúa aftur til Napoli Hinn spænski Rafael Benítez segist vera tilbúinn að taka aftur við stjórn Napoli en hann stýrði liðinu frá 2013 til 2015. 11.6.2023 09:30
Sigurmark Rodri og magnaðar markvörslur Ederson Manchester City vann Meistaradeild Evrópu í gær, laugardag, þökk sé marki Rodri í síðari hálfleik sem og nokkrum mögnuðum markvörslum frá Ederson. Markið sem og vörslurnar má sjá hér að neðan. 11.6.2023 09:01
Messi í Miami mun bylta MLS-deildinni þökk sé Apple og Adidas Lionel Messi hefur ákveðið að hans næsta skref á knattspyrnuferlinum verði tekið í Miami í Bandaríkjunum. Heimsmeistarinn hefur samið við Inter Miami og stefnir á að gera slökustu sóknarlínu MLS-deildarinnar samkeppnishæfa. Ljóst er að koma hans í deildina mun auka áhuga á henni til muna. 11.6.2023 07:57
Myndbönd: McGregor sendi lukkudýr Miami Heat á bráðamóttöku Segja má að skemmtiatriði í síðasta leik Miami Heat og Denver Nuggets sem innihélt UFC-bardagakappann Conor McGregor og lukkudýr Miami hafi farið úr böndunum. Lukkudýrið þurfti að fara á bráðamóttöku eftir högg frá McGregor. 11.6.2023 07:00
Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur í Fossvogi og veisla í Bestu deildunum Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 11.6.2023 06:00
Þreyttur Pep sendi UEFA og FIFA tóninn eftir Meistaradeildarsigurinn „Þreyttur, rólegur og ánægður. Það er svo erfitt að vinna þessa keppni,“ sagði Evrópumeistarinn Pep Guardiola þegar hann ræddi við blaðamenn eftir Meistaradeildarsigur Manchester City í kvöld. 10.6.2023 23:01
Markaskorarinn Rodri: „Draumur að rætast“ Spænski miðjumaðurinn Rodri tryggði Manchester City 1-0 sigur á Inter í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann átti erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. 10.6.2023 22:30
Pep sá fyrsti í sögunni Manchester City vann Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar með unnu lærisveinar Pep Guardiola þrennuna svokölluðu. Þeir eru Englands-, FA bikar- og Evrópumeistarar. Er þetta önnur þrennan sem Pep vinnur á ferli sínum sem þjálfari. 10.6.2023 21:46