Ítalía kom til baka gegn Albaníu Ítalía hefur Evrópumót karla í knattspyrnu á 2-1 sigri á Albaníu eftir að lenda undir á fyrstu mínútu. Um var að ræða fljótasta mark í sögu EM. 15.6.2024 21:10
Spánverjar skoruðu mörkin Spánn byrjar Evrópumót karla af krafti þökk sé þremur mörkum í fyrri hálfleik gegn Króatíu. Mörkin má sjá hér að neðan. 15.6.2024 20:16
Yngstur í sögunni: Fagnaði áfanganum með stoðsendingu Lamine Yamal er yngsti leikmaður í sögu Evrópumóts karla í fótbolta. Hann byrjaði leik Spánar og Króatíu í B-riðli fyrr í dag. Gaf hann eina stoðsendingu í 3-0 sigri Spánverja. 15.6.2024 19:30
Uppgjör: Stjarnan – Þór/KA 1-4 | Sandra María hættir ekki að skora Þór/KA er komið aftur á beinu brautina í Bestu deild kvenna eftir 3-0 tap fyrir toppliði Breiðabliks í síðustu umferð. Í 8. umferð fór liðið í Garðabæinn og vann ótrúlegan 4-1 sigur eftir að lenda marki undir snemma leiks. 15.6.2024 18:46
Spánverjar kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Spánn byrjar Evrópumót karla í knattspyrnu á 3-0 sigri gegn Króatíu. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Það verður seint að lokatölurnar gefi fullkomlega rétt mynd af leiknum en að því er einfaldlega ekki spurt. 15.6.2024 18:05
Sjáðu mörkin: Sviss byrjar af krafti Sviss byrjar Evrópumót karla í fótbolta svo sannarlega af krafti. Liðið vann sannfærandi 3-1 sigur á Ungverjalandi í A-riðli. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. 15.6.2024 17:30
Arftaki Freys mættur aftur til Færeyja Magne Hoseth er mættur aftur til Færeyja eftir að hafa gert frábæra hluti með KÍ Klaksvík. Hann var ráðinn sem eftirmaður Freys Alexanderssonar hjá Lyngby en entist heldur stutt í starfi. 13.6.2024 16:00
Tilkynntu framlengingu Kerr með dramatísku myndbandi Sam Kerr, ein besta knattspyrnukona heims, verður áfram á mála hjá Englandsmeisturum Chelsea. Nýr samningur hennar var tilkynntur með hádramatísku myndbandi þar sem það virtist sem hún væri á förum frá félaginu. 13.6.2024 14:30
Dreymir um að dæma Evrópu- eða landsleiki Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á síðasta ári þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Hann vildi óska að hann hefði byrjað að dæma fyrr hér á landi til að geta dæmt á erlendri grundu sem og íslenskri. 13.6.2024 13:45
Breiðablik og Valur með elstu liðin í Bestu deild karla Breiðablik og Valur eru með hæsta meðalaldur liða í Bestu deildar karla í fótbolta. 13.6.2024 13:01