

fréttamaður
Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt.
Jafn dásamleg og jólin eru fyrir flesta þá er ákveðinn hópur af starfsfólki sem á svolítið erfitt með þennan tíma: Vinnualkar.
Helga Kristín Friðjónsdóttir var með heimþrá til Íslands þegar að hún fékk hugmynd að fyrirtæki sem hún hefur starfrækt frá árinu 2015 og er að auka við sig.
Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember.
Thomas Edison, Henry Ford, Oprah Winfrey, Steve Jobs og Vera Wang.
Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum.
Giggarastörf er sú tegund starfa sem fjölgar hvað hraðast í heiminum í dag, nánast á ógnarhraða. Giggarastörf eru þó misþekkt eftir löndum. Til dæmis er umræðan um giggarastörf á Íslandi frekar ný á nálinni.
„Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í yfir tuttugu ár en fyrir tæpum tíu árum fórum við að bjóða upp á kvennahelgar sem slógu svo rækilega í gegn,“ segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir eigandi hótels Ísafjarðar.
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann.
Á mörgum vinnustöðum er álagið mikið í desember og á sumum stöðum hefur verið viðvarandi álag alltof lengi vegna Covid. En gleymum okkur ekki í streitu og álagi…