Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12.3.2019 12:04
Gerir ráð fyrir því að dómsmálaráðherra njóti stuðnings hjá samstarfsflokkum í ríkisstjórn Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu MDE hvorki hrófla við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðu hans. 12.3.2019 11:43
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12.3.2019 10:17
Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8.3.2019 17:12
Efast um að nokkur maður myndi taka eftir verkfalli hótelforstjóra Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, efast um að nokkur maður tæki eftir því ef hótelforstjóri færi í verkfall. 8.3.2019 15:29
SGS ákveður að halda áfram kjaraviðræðum þó staðan sé viðkvæm Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur samþykkt að halda áfram viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning en viðræðum verður haldið áfram eftir helgi. 8.3.2019 14:25
Eigi skilið virðingu og gott starfsumhverfi sama hversu stutt verkafólkið staldrar við Anna Marta Marjankowska, stjórnarmaður í Eflingu, segir að það skipti ekki máli hversu stutt verkafólk staldri við á Íslandi því það eigi alltaf skilið virðingu og gott starfsumhverfi. 8.3.2019 13:02
Trúnaðarkona hótelþerna: „Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. 8.3.2019 12:58
„Fólkið sem skúrar gólfið getur líka dansað á gólfinu og stappað á því“ Elísabet Jökulsdóttir, skáldkona, segir að með því að tala opinskátt um fátækt komist upp um hina raunverulegu glæpamenn í íslensku samfélagi. 8.3.2019 12:55
Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7.3.2019 17:21