Telur kjarasamningana geta dregið úr sundrungu á meðal þjóðarinnar Halldór segist vona að hægt verði að kynna nýstárlega kjarasamninga. Það sé mat hans að vel hafi tekist til í þetta sinn en hann telur að kjarasamningarnir muni draga úr sundrungu á meðal þjóðarinnar og séu þannig jákvætt innlegg í samfélagsumræðuna. 3.4.2019 09:49
Segir WOW-höggið geta ýtt mörgum í þrot Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, segir að höggið sem hlýst af falli flugfélagsins WOW air, muni ýta mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í þrot. Mörg fyrirtækjanna hafi þegar átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði. 28.3.2019 16:38
Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. 28.3.2019 15:55
Reyna að ná samkomulagi hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar sex verkalýðsfélaga og þar á meðal eflingar og VR reyna þessa stundina að ná samkomulagi við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst klukkan 13.00 í dag. 28.3.2019 14:10
Stóra verkefnið að „bjarga háönn ferðaþjónustunnar“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að allir sem eigi í hlut þurfi að vinna saman að því að draga úr áfallinu. 28.3.2019 12:36
Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28.3.2019 11:53
Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28.3.2019 10:49
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28.3.2019 09:33
Formaður BÍ segir enga ástæðu til að aðhafast vegna bréfs ÍFF Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir inntak bréfs Íslenska flugmannafélagsins ÍFF, til marks um fjarstæðukennda óra. Það sé fullkomlega fráleitt að íslenskir blaðamenn hafi þegið mútur frá Iceland air eins og ýjað er að. Hann segir að siðanefnd BÍ hefði ekki borist formleg kvörtun vegna málsins. 27.3.2019 14:23
Flugmenn WOW air óttast að Icelandair hafi mútað blaðamönnum og óska eftir rannsókn Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, óskar eftir að því að formaður Blaðamannafélags Íslands rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air í ljósi "óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi Blaðamannafélagi Íslands. 27.3.2019 13:28