Dásamlegt að búa á Ströndum Íbúar í Strandabyggð eru sammála um að það sé dásamlegt að búa á Ströndum því þar sé mannlíf mjög gott, félagslíf frábært og náttúrufegurð sé mikil. Magnús Hlynur Hreiðarsson heimsótti Strandirnar á hringferð sinn um landið. 12.6.2022 08:03
Prjónahátíð á Blönduósi um helgina Fjölmenni er á Blönduósi um helgina, þó aðallega konur á öllum aldri því þar stendur yfir prjónahátíð. Markmiðið hátíðarinnar er að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum við prjónaskapinn. 11.6.2022 12:23
Tívolí í Kaupmannahöfn skreytt íslenskum veifum úr lopa Það verður Íslendingabragur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, því þá verður tívolíið allt meira og minna skreytt með handprjónuðum veifum úr íslenskri ull. Íslenskar hannyrðakonur á öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í prjónaskapnum en stefnan er sett á að prjóna einn kílómetra af veifum til að skreyta með í tívolíinu. 8.6.2022 20:05
Eftirmynd af auga Lindu Pé komið upp á vegg Efturlíking af auga Lindu Pétursdóttur, alheimsfegurðardrottingu er nú komið upp á vegg á safni í Flóanum en það var rennt og skorið út í tré. Listamaðurinn er mjög stoltur af auganu, svo ekki sé minnst á gesti safnsins, sem dást af verkinu og auga Lindu Pé. 6.6.2022 20:31
Kalli 104 ára á Ísafirði stefnir á að verða 106 ára Karl Sigurðsson á Ísafirði er búin að setja sér það markmið að verða 106 ára en hann er elsti íslenski karlmaður landsins, 104 ára. Hann þakkar vatninu á Vestfjörðum hvað hann er ern og hress. 5.6.2022 20:16
Orðuveitingar frá Póllandi á Selfossi Það var hátíðleg stund í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi fyrir helgi þegar fulltrúar Medalíu Ríkismenntamálanefndar Póllands mættu til að heiðra fjóra starfsmenn með orðum fyrir frábært starf fyrir að sinna nemendum af pólskum uppruna vel og allri þjónustu við þá og forráðamenn þeirra til margra ára. 5.6.2022 16:16
Magnús Hlynur mætti óvænt í Stykkishólm Hvar er Magnús Hlynur? Já, það var spurning gærkvöldsins í fréttum Stöðvar 2, því hann er á hringferð um landið í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem við fáum að sjá öll laugardagskvöld í júní og júlí í fréttatímum Stöðvar 2 og á Vísi. 5.6.2022 12:15
Jólin á Patreksfirði um helgina á Skjaldborg 2022 Fjöldi fólks er nú komin eða er á leiðinni á Patreksfjörð til að taka þátt í Skjaldborg kvikmyndahátíð, sem fer þar fram um helgina. Lofað er miklu stuði og mikilli stemmingu. 3.6.2022 21:03
Fjóla er nýr bæjarstjóri í Árborg Fjóla Kristinsdóttir er nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar en hún verður fyrstu tvö ár kjörtímabilsins bæjarstjóri, eða þegar Bragi Bjarnason tekur við og klárar kjörtímabilið. Bragi var í fyrsta sæti á D-listanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí og Fjóla í öðru sæti. Bragi verður formaður bæjarráðs fyrstu tvö árin og svo tekur Fjóla við tvö síðustu árin. 3.6.2022 16:45
Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag. 29.5.2022 21:02