Fylfullar hryssur geta frestað köstun Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hafa fylfullar hryssur þann hæfileika að geta frestað köstun vegna kuldatíðar eins og vorið í vor hefur verið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hryssan Gleði, sem Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra á kastaði hestfolaldi í vikunni. 13.5.2021 19:31
Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. 11.5.2021 12:09
Allt að gerast á Hvolsvelli Mikill uppbygging á sér nú stað á Hvolsvelli en þar seljast allar lausar lóðir eins og heitar lummur og nýir íbúar flykkjast á staðinn. 9.5.2021 13:17
Kökuskreytingameistari frá Rússlandi slær í gegn á Selfossi Töskukaka, hundakaka, harmonikkukaka og hestakaka eru hluti af þeim kökum sem Angelika Dedukh frá Rússlandi bakar á Selfossi en skreytingarnar á kökunum eru með því flottara sem sést. 8.5.2021 20:05
Vöntun á hrossum til slátrunar Sláturfélag Suðurlands leitar nú logandi ljósi af hrossum til slátrunar til að uppfylla samning um sölu á fersku hrossakjöt til Sviss. 8.5.2021 16:48
Afar sérstakur hundur í Reykjanesbæ Tíkin Myrra í Reykjanesbæ er afar sérstakur hundur því hún er svokallaður Lunda hundur til að veiða lunda í holum þeirra. Myrra er með auka klær á hverjum fæti og getur getur snúið framfótleggjum í 90 gráður. Aðeins eru til fimm Lunda hundar á Íslandi. 2.5.2021 20:05
Ókeypis tíðavörur í Skagafirði Mikil ánægja er í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðavörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Skagafirði frá næsta hausti. 2.5.2021 13:05
100 ný störf á Suðurnesjunum hjá Algalíf Líftæknifyrirtækið Algalíf á Ásbrú í Reykjanesbæ ætlar að þrefalda framleiðslu sína á fæðubótarefninu Astaxanthíni með því að stækka verksmiðju fyrirtækisins um rúmlega helming. Ársveltan fyrirtækisins mun fjórfaldast eftir stækkun og fara úr einum og hálfum milljarði króna í um fimm og hálfan milljarð króna. 1.5.2021 20:05
Vill sjá alþjóðaflugvöll á Geitasandi í Rangárvallasýslu Atvinnuflugmaður á Hvolsvelli, sem er jafnframt bóndi í Landeyjunum vill sjá að alþjóðaflugvöllur verði byggður á Geitarstandi á milli Hellu og Hvolsvallar. Hann segir veðuraðstæður sérstaklega góðar á svæðinu fyrir flug, auk þess sem svæðið sé bara sandur og því auðvelt og ódýrt að byggja þar flugvöll. 1.5.2021 13:04
Arnar Helgi ætlar að hjóla 400 kílómetra með höndunum Það er fátt eða ekkert, sem stoppar Arnar Helga Lárusson í Reykjanesbæ því hann ætlar sér að hjóla fjögur hundruð kílómetra með höndunum á sólarhring á Suðurlandi í sumar. Arnar er lamaður frá brjósti eftir mótorhjólaslys. 30.4.2021 20:04