Álfadís hefur kastað tuttugu folöldum Hryssan Álfadís er engin venjuleg hryssa því hún var að kasta sínu tuttugasta folaldi. Mörg af folöldum hennar hafa náð frábærum árangri á sínum ferli, meðal annars stóðhesturinn Álfaklettur, sem er hæst dæmdi kynbóta hestur í heimi. 27.5.2021 20:03
Yndisleg sveitaferð heyrnarlausra barna Það var mikil gleði og ánægja sem skein úr hverju andliti þegar ellefu heyrnarlaus börn eða verulega heyrnarskert heimsóttu sveitabæ í Biskupstungum í Bláskógabyggð í vikunni og fengu að skoða lömbin og að fara á hestbak. Bærinn heitir Myrkholt. 24.5.2021 20:21
Níu ára túbuleikari slær í gegn í Reykjanesbæ Níu ára stelpa í Reykjanesbæ hefur vakið athygli fyrir snilli sína við að spila á Túbu en hún var aldrei í vafa þegar hún ákvað að fara í tónlistarskóla, að á túbu skyldi hún læra. 23.5.2021 20:06
Bindur miklar vonir við Helga í formanninum Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa. 23.5.2021 13:03
Sigurhæðir er ný þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi Sigurhæðir er ný starfsemi á Suðurlandi, sem er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis í landshlutanum. Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu en mikil eftirspurn er eftir þjónustu Sigurhæða, sem er gjaldfrjáls. 22.5.2021 13:04
8 ára „sauðfjárbóndi“ sem les Hrútaskrána Þó hann sé ekki nema 8 ára er hann búin fyrir löngu að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Hér erum við að tala um Helga Fannar Oddsson á bænum Hrafnkelsstöðum við Flúðir, sem ætlar sér að verða sauðfjárbóndi. Hrútaskráin er uppáhalds bókin hans. 16.5.2021 20:05
Ekkert landgræðsluflug lengur á Íslandi Mikið frumkvöðulsstarf var unnið á sviði landgræðslu með eins hreyfils flugvélum á árunum 1958 til 1992 þar sem flugvélarnar fóru um landið og dreifðu áburði og fræi. Í dag er ekkert landgræðsluflug stundað á Íslandi. 16.5.2021 12:32
Nei ráðherra - Hlegið og hlegið í Hveragerði Þakið ætlaði að rifna af leikhúsinu í Hveragerði í gærkvöldi þegar leikfélag bæjarins frumsýndi farsann „Nei ráðherra", þar sem hver uppákoman rak aðra á sinn óborganlega og bráðfyndna hátt. 15.5.2021 20:10
Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15.5.2021 12:36
Fylfullar hryssur geta frestað köstun Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hafa fylfullar hryssur þann hæfileika að geta frestað köstun vegna kuldatíðar eins og vorið í vor hefur verið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hryssan Gleði, sem Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra á kastaði hestfolaldi í vikunni. 13.5.2021 19:31