Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Enginn þarf að vera svangur á Vesturlandi um helgina

Íbúar á Vesturlandi þurfa ekki að óttast matarleysi um helgina því þar verður farand – matarmarkaður í dag og á morgun þar sem matarbíll hlaðin vörum framleiddum á Vesturlandi fer um svæðið. Framtakið kemur í veg fyrir hópmyndun á einum stað.

Merkileg dráttarvél gefin á Hvanneyri

Ein merkilegasta dráttarvél landsins er nú komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri en það var Kristján Helgi Bjartmarsson, sem er mikill eljumaður og fagurkerri, sem færði safninu vélina að gjöf. Vélin, sem er gangfær er snúið í gang.

Reiknað með tíu þúsund gestum á Hellu

Hestamenn eru nú þegar farnir að undirbúa sig og láta sér hlakka til fyrir landsmóti hestamanna, sem haldið verður á Hellu næsta sumar. Það átti að vera landsmót síðasta sumar en því var frestað vegna Covid. Reiknað er með tíu þúsund gestum á mótið á Hellu.

Vestmanneyingar á menningarlegu nótum um helgina

Vestmanneyingar og gestir þeirra verða á menningarlegum nótum um helgina því þar fer fram safnahelgi með fjölbreyttri dagskrá. Hápunktur helgarinnar verður fjölþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum.

Bændur munu taka DNA sýni úr öllum kvígum

Kúabændur munu þurfa að taka DNA sýni úr öllum kvígum frá næstu áramótum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Tilgangur verkefnisins er að fá betri mjólkurkýr fyrr í fjósin hjá bændum. Í dag eru um fimm hundruð kúabú í landinu og hefur þeim fækkað mikið síðustu ár.

Færeyingur sem er enn að halda upp á jólin í Vestmannaeyjum

Það er ekkert sem Matthilda Tórshamar í Vestmannaeyjum getur ekki gert þegar kemur að því að búa til textílverk og sauma myndir. Þá býr hún líka til mikið af fallegum hlutum úr endurunnuefni, auk þess að prjóna lopapeysur af mikilli snilld.

Sterkasta flug­freyja landsins býr í Hvera­gerði

Anna Guðrún Halldórsdóttir í Hveragerði er líklega sterkasta flugfreyja landsins en hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og setti þrjú Evrópumet og tvö heimsmet í Ólympskum lyftingum.

Rúði um 15 þúsund ær yfir veturinn

Einn snjallasti rúningsmaður landsins rúði um fimmtán þúsund ær síðasta vetur og ætlar gera enn betur í vetur þegar hann ferðast á milli bæja og rýir fyrir bændur. Hann er að rýja að meðaltal 300 kindur á dag.

Slegist um nýjar íbúðarlóðir á Hellu

Hella er að verða einn vinsælasti staðurinn á Suðurlandi til að búa á því rúmlega eitt hundrað lóðarumsóknir bárust um sautján lóðir, sem var úthlutað í vikunni. Í nokkrum tilfellum vorum fjórtán umsóknir um sömu lóðina.

Tíu sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolpar

Þeir eru sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolparnir tíu, sem voru að koma í heiminn. Mamma þeirra mjólkar vel og pabbi þeirra fylgist stoltur með afkvæmum sínum.

Sjá meira