Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sexhyrndur athyglissjúkur hrútur

Hrúturinn Sexi er engin venjulegur hrútur því hann er sexhyrndur og þrílitur. Sexi elskar athygli enda stendur hann alltaf upp í stíunni sinni með framfæturna upp í garðanum þegar gestir koma í fjárhúsið á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn

Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt.

Mikil bjartsýni fyrir ferðasumrinu 2022

Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í Mýrdalshreppi fyrir sumrinu enda verið að skipuleggja sumarið á fullum krafti með fjölbreyttri dagskrá. Oddviti sveitarfélagsins spáir góðu sumri í ferðaþjónustu.

Hinseginvika í Árborg

Hinseginvika verður haldin í fyrsta skipti í Sveitarfélaginu Árborg í næstu viku. Tilgangur vikunnar er að auka fræðslu og skapa umræður, sem tengjast hinseginmálum. Sérstakar hinseginkökur verða bakaðar.

Lögreglan á Suðurlandi liggur undir feldi með Facebook

Eins og kunnugt er þá hefur Lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að hætta á Facebook en á sama tíma hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að halda áfram á Facebook. En hvað ætlar Lögreglan á Suðurlandi að gera?

Ekkert brunavarnarkerfi og engir reykskynjarar hjá slökkviliðinu í Vík

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í Vík í Mýrdal, meðal annars að það sé ekkert brunavarnarkerfi á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar. Oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af athugasemdum og segir að þeim verði öllum kippt í liðinn.

MS ætlar í miklar framkvæmdir á Selfossi og á Akureyri

Mjólkursamsalan (MS) ætlar að ráðast í nokkra milljarða króna framkvæmdir á Akureyri og á Selfossi á nýju ári með byggingu nýrra húsa og endurnýjun véla og tækja á stöðunum. Afkoma Mjólkursamsölunnar var með allra besta móti á nýliðnu ári.

„Drullusokkar“ í Vestmannaeyjum

Hann er stoltur af því að vera „Drullusokkur“ númer eitt en hér erum við að tala um Tryggva Sigurðsson, sem er einn af stofnendum bifhjólasamtakanna „Drullusokkar“ í Vestmannaeyjum. Tryggvi er líka mikill listasmiður þegar kemur að bátslíkönum.

Rikka er alsæl sem bifreiðasmiður og bílamálari

Það færist sífellt í vöxt að ungar konur læri að verða bílamálarar eða bílasmiðir. Gott dæmi um það er Rikka Sigríksdóttir, 21 árs, sem var að útskrifast með hæstu einkunn, sem bifreiðasmiður. Áður hafði hún lært bílamálun þar sem hún fékk líka hæstu einkunn.

Sjá meira