Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27.11.2021 13:15
Skemmtilegast að fara á bak – leiðinlegast að moka undan hestunum Mikil ánægja er hjá krökkum á Selfossi að geta nú fengið að komast inn í félagshesthús Hestamannafélagsins Sleipnis þar sem krakkarnir fá hest og reiðtygi til afnota, auk þess að fá reiðkennslu. Þá þurfa krakkarnir að moka undan hestunum, kemba þeim og hugsa um þá í félagshesthúsinu. 21.11.2021 20:16
Jólabílabingó Kvenfélags Grímsneshrepps á bílaplani við Borg Kvenfélagskonur í Grímsnesi dóu ekki ráðalausar þegar þær þurftu að aflýsa árlegu jólabingói sínu í félagsheimilinu á Borg vegna hertra sóttvarna. Þær brugðu á það ráð að halda þess í stað Jólabílabingó, sem fer fram á planinu við félagsheimilið á Borg klukkan 14:00 í dag, sunnudag. 21.11.2021 12:15
Sauðfjárbændur gleðjast yfir Hrútaskránni – „Jólabókin í ár“ segir formaðurinn Sauðfjárbændur landsins ráða sér vart yfir kæti þessa dagana því Hrútaskráin er komin út. Í skránni er yfirlit yfir bestu kynbótahrúta landsins á Sauðfjársæðingarstöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi. „Jólabókin í ár“, segir formaður Félags sauðfjárbænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson segir frá. 20.11.2021 13:16
Nýtt hestakyn á Íslandi? Hestamenn klóra sér nú í höfðinu vegna hesta, sem hafa verið í einangrun í stóði á bæ í Landbrot í Skaftárhreppi í sextíu ár. Hestarnir hafa aldrei komið inn í hesthús, hófarnir hafa aldrei verið klipptir, tennur ekki raspaðar og þeir hafa ekki fengið ormalyf. Hestarnir eru þó ótrúlega vel á sig komnir en allir mjög litlir og er jafnvel talað um nýtt hestakyn í því sambandi. 17.11.2021 20:10
Blóm allan sólarhringinn á Selfossi Nýr blómasjálfsali í nýja miðbænum á Selfossi hefur slegið í gegn, ekki síst hjá karlmönnum, sem fara í sjálfsalann á kvöldin og jafnvel á nóttunni um helgar til að kaupa blóm handa elskunni sinni. 15.11.2021 20:15
Fósturforeldrar segja tilfærslu málefna fatlaðra hafa verið mikil mistök Fósturforeldrar á Selfossi segja að það hafi verið mikil mistök að færa málefni fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga því málaflokkurinn sé í algjörum ólestri hjá sveitarfélögum. Þau eru með tvo tvítuga stráka í fóstri, sem komast hvorki inn á heimili á Selfossi eða á Sólheimum og þar með sé brotið á rétti þeirra. 13.11.2021 20:15
Enginn þarf að vera svangur á Vesturlandi um helgina Íbúar á Vesturlandi þurfa ekki að óttast matarleysi um helgina því þar verður farand – matarmarkaður í dag og á morgun þar sem matarbíll hlaðin vörum framleiddum á Vesturlandi fer um svæðið. Framtakið kemur í veg fyrir hópmyndun á einum stað. 13.11.2021 12:31
Merkileg dráttarvél gefin á Hvanneyri Ein merkilegasta dráttarvél landsins er nú komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri en það var Kristján Helgi Bjartmarsson, sem er mikill eljumaður og fagurkerri, sem færði safninu vélina að gjöf. Vélin, sem er gangfær er snúið í gang. 9.11.2021 20:30
Reiknað með tíu þúsund gestum á Hellu Hestamenn eru nú þegar farnir að undirbúa sig og láta sér hlakka til fyrir landsmóti hestamanna, sem haldið verður á Hellu næsta sumar. Það átti að vera landsmót síðasta sumar en því var frestað vegna Covid. Reiknað er með tíu þúsund gestum á mótið á Hellu. 7.11.2021 15:37