Með um 40 hljóðfæri inn í herbergi hjá sér í Keflavík Einn efnilegasti tónlistarmaður á Suðurnesjum er ekki nema 17 ára gamall en þrátt fyrir það spilar hann á fjölda hljóðfæra. Saxófóninn er í mestu uppáhaldi hjá honum. 3.1.2022 21:41
Syngjandi 85 ára flakari í Hafnarfirði Magnús Þorsteinsson í Hafnarfirði er ekkert á því að slaka á eða taka því rólega á sínum eldri árum því hann er 85 ára gamall og vinnur við flökun alla daga í frystihúsi í bæjarfélaginu. Hann sér líka um að kenna erlendu starfsfólki að flaka. Þegar þannig liggur á Magnúsi þá brestur hann í söng í vinnslusalnum. 2.1.2022 20:07
Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri. 2.1.2022 13:31
Nautin í Hvammi svolgra í sig bjór alla daga Nautin á bænum Hvammi í Ölfusi njóta lífsins á hverjum degi því þau eru alin upp á bjór og hrati af bjór, sem þau eru sólgin í. Eftir að þeim er slátrað verður til kjöt með bjórkeim, sem margir kunna vel að meta. 31.12.2021 07:35
Margverðlaunað jólahús á Selfossi Eitt glæsilegasta jólahús landsins á Suðurlandi og þó víðar væri leitað stendur við þjóðveg númer eitt í gegnum Selfoss. Húsið er myndað í bak og fyrir og þá hafa eigendur þess margneitað að taka á móti verðlaunum fyrir jólahúsið sitt. 29.12.2021 20:19
Engin flugeldasala á Laugarvatni – Eingöngu netsala „Helsta ástæða þess að við seljum ekki flugelda er sú að þetta er lítil sveit og því fer mikil vinna á fáar hendur og ágóðinn er ekki mikill í svona litlu samfélagi,“ segir Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni aðspurður af hverju sveitin selur ekki flugelda á staðnum fyrir áramót. 28.12.2021 21:03
Mögnuð tólf ára söngstelpa á Selfossi Þrátt fyrir að Bryndís Embla Einarsdóttir á Selfossi sé ekki nema tólf ára gömul þá hefur hún sungið í kórum í fimm ár. Hún hefur vakið athygli fyrir fallega rödd og er fengin til að syngja við hin ýmsu tækifæri. Henni finnst „Faðir vorið“ fallegasta lagið, sem hún syngur. 28.12.2021 20:07
Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. 28.12.2021 13:07
Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang. 26.12.2021 20:05
Borða svið á Selfossi á aðfangadagskvöld Reykdal Magnússon á Selfossi slær ekki slöku við því hann, sem er að verða 87 ára gengur 10 kílómetra á dag ganginn í blokkinni, þar sem hann býr. Hann notar peninga í göngunni og svo koma líka svið og rófustappa við sögu þegar Reykdal er annars vegar. 22.12.2021 20:13