Kristinn Ingi Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Hlutur ORK metinn á rúma sjö milljarða

Virði 12,7 prósenta hlutarins sem fagfjárfestasjóðurinn ORK mun eignast í HS Orku er rúmir sjö milljarðar króna samkvæmt verðmati á félaginu sem gert var í lok síðasta árs. Virði eignarhlutar íslenskra lífeyrissjóða í félaginu gæti þannig samtals orðið um 25,3 milljarðar króna.

Í viðræðum um kaup á Frjálsri verslun

Útgáfufélagið Myllusetur, sem á og rekur Viðskiptablaðið, hefur rætt við forsvarsmenn útgáfufélagsins Heims um kaup á viðskiptatímaritinu Frjálsri verslun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Hafa flutt gjaldeyrinn úr landi

Hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans á fyrri hluta árs 2012 hefur innleyst fjárfestingar sínar og flutt gjaldeyri úr landi. Það hefur átt þátt í gengisveikingu krónunnar síðustu vikur.

Varpa ljósi á umfang skuldsetningar

Kauphöllin ætlar að birta opinberlega upplýsingar um heildarveðsetningu á íslenskum hlutabréfamarkaði. Gefur vísbendingu um umfang skuldsetningar.

Tchenguiz selur Hilton-hótel

Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz hyggst selja tíu Hilton-hótel í Bretlandi fyrir allt að 600 milljónir punda eða um 81 milljarð íslenskra króna.

Ný Evrópureglugerð mun litlu breyta

Sérfræðingar telja ólíklegt að ný reglugerð Evrópusambandsins um skortsölu muni auka umsvif slíkra viðskipta hér á landi. Lítið er um skortsölu á íslenskum verðbréfamarkaði.

Stefnir seldi stóran hlut í Högum

Fjárfestingarsjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, hafa minnkað verulega hluti sína í smásölufélaginu Högum á undanförnum vikum.

Segja óvissuna afar óþægilega

Rekstraraðilar Fosshótels við Mývatn segja óvissuna sem hefur skapast í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá því í síðustu viku afar óþægilega.

Sjá meira