Kristinn Ingi Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Lýður nýr framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka

Lýður Þór Þorgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka og tekur við starfinu þann 25. október. Starf framkvæmdastjóra fjárfestingarbankasviðs heyrir beint undir bankastjóra og tekur Lýður sæti í framkvæmdastjórn bankans, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka.

Frekari vaxtalækkanir ef ríkið sýnir ábyrgð

Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir ábyrga hagstjórn forsendu þess að vextir hér á landi geti lækkað frekar. Viðskiptalífið fagnar óvæntri stýrivaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans.

Eyþór Arnalds í stjórn Árvakurs

Eyþór Arnalds fjárfestir tók í liðinni viku sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Einkahlutafélagið Ramses II, sem er í eigu Eyþórs, er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, með 22,87 prósenta hlut.

Launaskrið hjá sjóðastýringarfélögum bankanna

Starfsmenn sjóðastýringarfyrirtækja bankanna voru með 1.690 til 2.070 þúsund krónur í laun á mánuði á fyrri helmingi ársins. Launaskriðið var hvað mest hjá Stefni. Meðallaun starfsmanna Stefnis hafa hækkað um 150 prósent á átta árum.

Keyptu í Sjóvá fyrir 150 milljónir

Fjárfestingasjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfélagsins Eaton Vance Management keyptu í liðinni viku rúmlega 9,2 milljónir hluta í tryggingafélaginu Sjóvá. Sjóðir á vegum félagsins eiga nú samanlagt 5,59 prósenta hlut í tryggingafélaginu, að því er fram kemur í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar.

Setja Tempo í söluferli

Stjórn Nýherja hefur falið alþjóðlega fjárfestingabankanum AGC Partners að hefja formlegt söluferli á verulegum eignarhlut félagsins í dótturfélaginu Tempo.

200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco

Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna.

Sjá meira