Arðsemi í sjávarútvegi tvöfalt meiri en almennt í atvinnulífinu Arðsemi eigna í sjávarútvegi dróst saman um þriðjung 2009 til 2016 á sama tíma og arðsemi í atvinnulífinu jókst um nærri sjötíu prósent. Arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja er engu að síður talsvert betri en almennt í atvinnulífinu. 10.1.2018 07:00
Vetur hagræðingar fram undan að mati Samtaka atvinnulífsins Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, lét orðin falla á hádegisfundi SA í gær. 6.1.2018 11:48
Minna flutt inn af flugeldum í takt við minni hagvöxt 578 tonn af flugeldum voru flutt til landsins á síðasta ári og er það heldur minna en árið áður, 2016, þegar 662 tonn voru flutt inn. Er það í takt við minni vöxt hagkerfisins á milli ára, að því er fram kom í kynningu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á hádegisfundi samtakanna með fjölmiðlum í dag. 5.1.2018 14:15
Kerecis selur skuldabréf fyrir 300 milljónir króna Lækningavörufyrirtækið Kerecis seldi fyrir áramót skuldabréf með breytirétti fyrir 300 milljónir króna til hluthafa félagsins. 5.1.2018 07:00
Olíufélögin njóta góðs af vexti í einkaneyslu og ferðaþjónustu Sérfræðingar Capacent meta gengi hlutabréfa í olíufélögunum N1 og Skeljungi umtalsvert hærra en markaðsgengi félaganna. 4.1.2018 07:00
Breski vogunarsjóðurinn Lansdowne keypti þrettán milljónir hluta í TM Er hann eftir viðskiptin áttundi stærsti hluthafi félagsins með 4,72 prósenta hlut, en í byrjun desember átti hann um 2,8 prósenta hlut. 4.1.2018 06:00
2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4.1.2018 06:00
Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti aldrei hærri Tekjur ríkisins af tekjuskatti, sem lagður er á hagnað fyrirtækja, hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. Hafa þær hækkað um 44 milljarða á átta árum. 28.12.2017 06:00
OZ tapaði 179 milljónum í fyrra Tæknifyrirtækið OZ tapaði 179 milljónum króna á síðasta ári, eftir því sem fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. 27.12.2017 11:30
Fjárfestar búa sig undir vaxtahækkanir beggja vegna Atlantsála Flestir seðlabankar heimsins hafa í hyggju af vinda ofan af þeim fordæmalausu aðgerðum sem þeir gripu til í kjölfar fjármálakrísunnar fyrir tíu árum. Vaxtahækkanir eru yfirvofandi á næstu árum. 27.12.2017 11:00