Mæla með því að fjárfestar haldi bréfum í Högum Hlutabréfagreinendur IFS meta verðmæti hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 37,6 krónur á hlut samkvæmt nýju verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Er það um þremur prósentum lægra en gengi bréfanna stóð í eftir lokun markaða í gær. Er mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. 18.1.2018 07:30
Vilja að olíusjóðurinn fái að fjárfesta í óskráðum félögum Stjórnendur norska olíusjóðsins hafa óskað eftir því að sjóðurinn fái heimild til þess að fjárfesta í óskráðum félögum. Sjóðnum er aðeins heimilt að kaupa skráð bréf og fasteignir. 17.1.2018 15:00
Greinendur spá því að hlutabréfamarkaðurinn taki við sér Greinendur gera ráð fyrir að hlutabréfamarkaðurinn taki við sér 2018 eftir lækkanir síðustu ár. Rekstrarundirstöður flestra félaga eru taldar sterkar. Kjaramálin eru helsti áhættuþátturinn. 17.1.2018 11:30
Segir framgöngu ráðandi hluthafa með öllu óásættanlega Héraðsdómur hefur fallist á kröfu um að félagi sem hélt utan um 30 prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen verði slitið. Dómurinn segir ráðandi hluthafa hafa skaðað hagsmuni minnihluta hluthafa. 17.1.2018 08:00
Vilhjálmur Bjarnason í stjórn Bankasýslunnar Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið sæti í stjórn Bankasýslu ríkisins sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 17.1.2018 08:00
Netið í fyrsta sinn stærsti birtingamiðillinn Vefmiðlar voru í fyrra með stærsta hlutann af birtingakökunni hjá Pipar/Media, birtingaarmi Pipar/TBWA, einnar stærstu auglýsingastofu landsins. Er það í fyrsta sinn sem vefmiðlar taka fram úr dagblöðum í auglýsingabirtingum. 17.1.2018 07:30
Spá því að EBITDA Haga lækki um 39 prósent Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að rekstrarhagnaður verslunarfélagsins Haga fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hafi numið 850 milljónum króna á rekstrartímabilinu 1. september til 30. nóvember í fyrra 10.1.2018 10:30
Eigendur Atlantsolíu setja félagið í formlegt söluferli Eigendur olíufélagsins Atlantsolíu, sem rekur nítján sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu, hafa sett félagið í formlegt söluferli. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa nokkrir fjárfestar sýnt félaginu áhuga. 10.1.2018 10:30
Eigendur Egils Árnasonar og Harðviðarvals skoða sölu Eigendur verslananna Egils Árnasonar og Harðviðarvals skoða nú mögulega sölu á fyrirtækjunum. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa þeir leitað til verðbréfafyrirtækisins Arctica Finance til þess að kanna áhuga fjárfesta á kaupum á fyrirtækjunum. 10.1.2018 10:00
Vilja meta fjárhagslegt tjón lífeyrissjóðanna Fagfjárfestasjóðurinn Arev NII krefst þess að dómkvaddir verði matsmenn til að meta fjárhagslegt tjón sem hluthafar telja sig hafa orðið fyrir. 10.1.2018 07:15