Kristinn Ingi Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Eignast rekstur Sports Direct á Íslandi

Íþróttavörukeðja breska kaupsýslumannsins Mikes Ashley hefur eignast verslun Sports Direct á Íslandi að fullu. Sættir hafa náðst á milli hans og fjölskyldu Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar sem átti áður 60 prósenta hlut í versluninni.

Krefjast þess að ESB rannsaki kaup Apple

Ísland var eitt sjö ríkja sem kröfðust þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tæki kaup tæknirisans Apple á breska smáforritinu Shazam til sérstakrar skoðunar.

Tchenguiz í mál gegn Hilton

Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz hyggst höfða dómsmál á hendur hótelkeðjunni Hilton en hann sakar stjórnendur keðjunnar um að reyna að koma í veg fyrir sölu hans á tíu Hilton hótelum í Bretlandi.

Bankar líti ekki á fjártækni sem ógn

Ráðgjafi hjá Deloitte í Lundúnum segir að landslagið á fjármálamörkuðum eigi eftir að breytast verulega með nýrri reglugerð um greiðsluþjónustu. Bankar verði að nýta tækifærið og leita eftir samstarfi við tæknifyrirtækin.

Fjórfaldaði fjárfestinguna í Ölgerðinni á sex árum

Héraðsdómur Reykjavíkur telur ljóst að félagið ET Sjón, sem er í eigu augnlæknisins Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna fjárfestingar sinnar í Ölgerðinni. Ástæðan sé sú að félagið hafi ríflega fjórfaldað fjárfestingu sína á sex árum og hlotið 27 prósenta árlega arðsemi.

Verðfallið vestanhafs smitast hingað til lands

Óróleiki á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum smitast hingað til lands. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,15 prósent í gær. Líkur taldar á að innlendir fjárfestar hafi innleyst hagnað eftir sterkan janúar á hlutabréfamarkað

Ætla að nýta sjóði VR til íbúðakaupa

Forsvarsmenn VR hyggjast nýta digra sjóði stéttarfélagsins til þess að koma á fót leigufélagi sem myndi leigja íbúðir á 15 til 30 prósenta lægra verði en gengur og gerist á almennum leigumarkaði.

36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum

36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið.

Sjá meira