Fjórfaldaði fjárfestinguna í Ölgerðinni á sex árum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 10:00 ET Sjón græddi verulega á fjárfestingu sinni. Vísir/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur telur ljóst að félagið ET Sjón, sem er í eigu augnlæknisins Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna fjárfestingar sinnar í Ölgerðinni. Ástæðan sé sú að félagið hafi ríflega fjórfaldað fjárfestingu sína á sex árum og hlotið 27 prósenta árlega arðsemi. Í dómi héraðsdóms í máli félagsins gegn Kviku banka, sem kveðinn var upp í síðasta mánuði, er bent á að félagið hafi haustið 2010 keypt 28,2 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Þorgerði, sem stofnað var utan um kaup á 45 prósenta hlut í Ölgerðinni, fyrir 240 milljónir króna. Sex árum síðar, eða í október 2016, hafi Þorgerður selt hópi fjárfesta hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum á 5,2 milljarða króna. Að teknu tilliti til kostnaðar, arðgreiðslna á fjárfestingartímanum og fleiri þátta megi ætla að um einn milljarður króna hafi þá fallið í skaut ET Sjónar. Héraðsdómur sýknaði Kviku af 300 milljóna króna skaðabótakröfu ET Sjónar. Taldi félagið sig hafa orðið fyrir tjóni vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinaðist Virðingu. Kvika festi síðan kaup á öllu hlutafé Virðingar á síðasta ári. Félag Eiríks taldi sig hafa orðið fyrir tjóni af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007 og hins vegar vegna ágreinings Ölgerðarinnar við Lýsingu um lögmæti fjármögnunarleigusamninga en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu 2014 að gengistryggingarákvæði samninganna væri ekki ólögmætt. Dómurinn féllst ekki á að félagið hefði orðið fyrir tjóni af þessum sökum. Félagið hafi hagnast verulega á fjárfestingunni. Á því var auk þess byggt í málatilbúnaði Kviku. Sagði bankinn að 27 prósenta árleg ávöxtun væri „stórkostlegur árangur og fyllilega í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með“.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur ljóst að félagið ET Sjón, sem er í eigu augnlæknisins Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna fjárfestingar sinnar í Ölgerðinni. Ástæðan sé sú að félagið hafi ríflega fjórfaldað fjárfestingu sína á sex árum og hlotið 27 prósenta árlega arðsemi. Í dómi héraðsdóms í máli félagsins gegn Kviku banka, sem kveðinn var upp í síðasta mánuði, er bent á að félagið hafi haustið 2010 keypt 28,2 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Þorgerði, sem stofnað var utan um kaup á 45 prósenta hlut í Ölgerðinni, fyrir 240 milljónir króna. Sex árum síðar, eða í október 2016, hafi Þorgerður selt hópi fjárfesta hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum á 5,2 milljarða króna. Að teknu tilliti til kostnaðar, arðgreiðslna á fjárfestingartímanum og fleiri þátta megi ætla að um einn milljarður króna hafi þá fallið í skaut ET Sjónar. Héraðsdómur sýknaði Kviku af 300 milljóna króna skaðabótakröfu ET Sjónar. Taldi félagið sig hafa orðið fyrir tjóni vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinaðist Virðingu. Kvika festi síðan kaup á öllu hlutafé Virðingar á síðasta ári. Félag Eiríks taldi sig hafa orðið fyrir tjóni af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007 og hins vegar vegna ágreinings Ölgerðarinnar við Lýsingu um lögmæti fjármögnunarleigusamninga en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu 2014 að gengistryggingarákvæði samninganna væri ekki ólögmætt. Dómurinn féllst ekki á að félagið hefði orðið fyrir tjóni af þessum sökum. Félagið hafi hagnast verulega á fjárfestingunni. Á því var auk þess byggt í málatilbúnaði Kviku. Sagði bankinn að 27 prósenta árleg ávöxtun væri „stórkostlegur árangur og fyllilega í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með“.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira