Verðfallið vestanhafs smitast hingað til lands Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 08:00 Verðbréfamiðlarar hafa haft í nógu að snúast síðustu daga. Mikll ótti greip um sig á hlutabréfamörkuðum í byrjun vikunnar og lækkuðu allar helstu hlutabréfavísitölur heims. Mest var lækkunin í Bandaríkjunum. Vísir/EPA Fjárfestar hér á landi brugðust í gær nokkuð harkalega við verðfallinu sem varð á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum, sér í lagi vestanhafs, í byrjun vikunnar. Hlutabréf allra félaganna sem skráð eru á markað, fyrir utan bréf Eimskips, féllu í verði og lækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 1,15 prósent. Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu Kviku, segir að sú mikla lækkun sem varð á hlutabréfamörkuðum vestanhafs á mánudag hafi smitað út frá sér á íslenska hlutabréfamarkaðinn í gær. Auk þess standi ákveðnar líkur til þess að fjárfestar hafi innleyst hagnað í einhverjum mæli eftir sterkan janúarmánuð. „Hlutabréfamarkaðurinn hækkaði um sjö til átta prósent í janúar eftir magra tíð þar á undan. Þetta er næstbesti janúarmánuður á markaðinum frá hruni. Lækkunin í gær tengist óróanum á bandarískum mörkuðum með beinum hætti. En sé litið til næstu mánaða skiptir mestu máli, hvað íslenska hlutabréfamarkaðinn snertir, að við sjáum sterk uppgjör frá félögum í yfirstandandi uppgjörshrinu til þess að ýta undir frekari hækkanir hlutabréfa,“ segir hann.Hærri verðbólguvæntingar S&P 500 hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,1 prósent á mánudag og er það mesta dagslækkun vísitölunnar í sex ár. Óróann má einkum rekja til nýrra atvinnutalna sem birtar voru í Bandaríkjunum á föstudag en þær gáfu til kynna að bandaríska hagkerfið, sér í lagi vinnumarkaðurinn, væri að taka betur við sér en fjárfestar höfðu gert ráð fyrir. Þannig hækkuðu laun í landinu um 3 prósent að meðaltali í janúarmánuði sem er mun meiri hækkun en greinendur höfðu spáð. Í kjölfarið snarhækkaði ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa en hækkunin endurspeglar væntingar fjárfesta um aukna verðbólgu og frekari vaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna. Vextir vestanhafs hafa verið í sögulegu lágmarki um nokkurra ára skeið. „Fjárfestar virðast hafa komist að þeirri niðurstöðu að bandaríska hagkerfið sé nálægt því að ofhitna og þess vegna sé hættan af aukinni verðbólgu meiri en hættan af því að kreppa skelli á,“ segir Torsten Slok, aðalhagfræðingur Deutsche Bank, í samtali við Financial Times. Aukin hætta á verðbólgu kalli á hærri stýrivexti.Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu KvikuÁhrifanna af verðfallinu gætti víðar um heim. Þannig hríðféll japanska hlutabréfavísitalan Nikkei 225 um 5 prósent í gær og hlutabréfavísitölur í Evrópu tóku auk þess dýfu. Þannig lækkaði FTSE 100 vísitalan í Lundúnum um 1,7 prósent og Dax 30 vísitalan í Frankfurt fór niður um tvö prósent. Hérlendur hlutabréfamarkaður fór heldur ekki varhluta af lækkununum, eins og áður sagði. Viðmælendur Markaðarins benda á að eftir að gjaldeyrishöftum var aflétt á síðasta ári sé Ísland ekki lengur eyland. Allar hræringar á erlendum mörkuðum hafi áhrif á íslensk félög, í mismiklum mæli þó.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla ÍslandsEkki náð sér á strik Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir íslenska hlutabréfamarkaðinn ólíkan því sem hann var á árunum fyrir hrun. „Á þeim tíma voru íslensku félögin mjög skuldsett og var það regla fremur en undantekning að verðkennitölur félaganna voru hærri hér á landi en erlendis. Nú er því hins vegar öfugt farið. Flest þeirra félaga sem skráð eru hér á markað starfa einkum á heimamarkaði og eru lítið skuldsett,“ segir hann. Hann nefnir að íslenski hlutabréfamarkaðurinn hafi verið nokkuð flatur frá árinu 2015 sé litið til þróunar Úrvalsvísitölunnar. Hlutabréf einstakra félaga hafi risið og fallið í verði en markaðurinn í heild sé sennilega ekki yfirverðlagður. „Svo virðist sem markaðurinn hafi ekki náð sér almennilega á strik eftir hrun. Tiltrúin er minni en áður. Almenningur virðist ekki hafa leitað í hlutabréf í eins miklum mæli og það skýrir, tel ég, að miklu leyti af hverju markaðurinn hefur ekki hækkað mikið undanfarið,“ segir Ásgeir. Eggert Þór bendir á að hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs hafi verið í mikilli uppsveiflu og helstu vísitölur hækkað um 20 til 25 prósent í fyrra. Þær hækkanir hafi þó ekki skilað sér hingað til lands. Nýjar vinnumarkaðstölur hafi hins vegar leitt til væntinga um aukna verðbólgu og frekari vaxtahækkanir. „Vaxtahækkunarferlið sem slíkt þarf ekki að hafa neikvæð áhrif á hlutabréfamarkaði, enda er það til marks um að efnahagslífið er sterkt. Hagnaður fyrirtækja erlendis er farinn að aukast á nýjan leik. En nú eru menn hins vegar farnir að horfa fram á hraðara vaxtahækkunarferli en áður og fjárfestar líta það ekki eins jákvæðum augum,“ segir Eggert Þór.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Fjárfestar hér á landi brugðust í gær nokkuð harkalega við verðfallinu sem varð á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum, sér í lagi vestanhafs, í byrjun vikunnar. Hlutabréf allra félaganna sem skráð eru á markað, fyrir utan bréf Eimskips, féllu í verði og lækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 1,15 prósent. Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu Kviku, segir að sú mikla lækkun sem varð á hlutabréfamörkuðum vestanhafs á mánudag hafi smitað út frá sér á íslenska hlutabréfamarkaðinn í gær. Auk þess standi ákveðnar líkur til þess að fjárfestar hafi innleyst hagnað í einhverjum mæli eftir sterkan janúarmánuð. „Hlutabréfamarkaðurinn hækkaði um sjö til átta prósent í janúar eftir magra tíð þar á undan. Þetta er næstbesti janúarmánuður á markaðinum frá hruni. Lækkunin í gær tengist óróanum á bandarískum mörkuðum með beinum hætti. En sé litið til næstu mánaða skiptir mestu máli, hvað íslenska hlutabréfamarkaðinn snertir, að við sjáum sterk uppgjör frá félögum í yfirstandandi uppgjörshrinu til þess að ýta undir frekari hækkanir hlutabréfa,“ segir hann.Hærri verðbólguvæntingar S&P 500 hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,1 prósent á mánudag og er það mesta dagslækkun vísitölunnar í sex ár. Óróann má einkum rekja til nýrra atvinnutalna sem birtar voru í Bandaríkjunum á föstudag en þær gáfu til kynna að bandaríska hagkerfið, sér í lagi vinnumarkaðurinn, væri að taka betur við sér en fjárfestar höfðu gert ráð fyrir. Þannig hækkuðu laun í landinu um 3 prósent að meðaltali í janúarmánuði sem er mun meiri hækkun en greinendur höfðu spáð. Í kjölfarið snarhækkaði ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa en hækkunin endurspeglar væntingar fjárfesta um aukna verðbólgu og frekari vaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna. Vextir vestanhafs hafa verið í sögulegu lágmarki um nokkurra ára skeið. „Fjárfestar virðast hafa komist að þeirri niðurstöðu að bandaríska hagkerfið sé nálægt því að ofhitna og þess vegna sé hættan af aukinni verðbólgu meiri en hættan af því að kreppa skelli á,“ segir Torsten Slok, aðalhagfræðingur Deutsche Bank, í samtali við Financial Times. Aukin hætta á verðbólgu kalli á hærri stýrivexti.Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu KvikuÁhrifanna af verðfallinu gætti víðar um heim. Þannig hríðféll japanska hlutabréfavísitalan Nikkei 225 um 5 prósent í gær og hlutabréfavísitölur í Evrópu tóku auk þess dýfu. Þannig lækkaði FTSE 100 vísitalan í Lundúnum um 1,7 prósent og Dax 30 vísitalan í Frankfurt fór niður um tvö prósent. Hérlendur hlutabréfamarkaður fór heldur ekki varhluta af lækkununum, eins og áður sagði. Viðmælendur Markaðarins benda á að eftir að gjaldeyrishöftum var aflétt á síðasta ári sé Ísland ekki lengur eyland. Allar hræringar á erlendum mörkuðum hafi áhrif á íslensk félög, í mismiklum mæli þó.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla ÍslandsEkki náð sér á strik Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir íslenska hlutabréfamarkaðinn ólíkan því sem hann var á árunum fyrir hrun. „Á þeim tíma voru íslensku félögin mjög skuldsett og var það regla fremur en undantekning að verðkennitölur félaganna voru hærri hér á landi en erlendis. Nú er því hins vegar öfugt farið. Flest þeirra félaga sem skráð eru hér á markað starfa einkum á heimamarkaði og eru lítið skuldsett,“ segir hann. Hann nefnir að íslenski hlutabréfamarkaðurinn hafi verið nokkuð flatur frá árinu 2015 sé litið til þróunar Úrvalsvísitölunnar. Hlutabréf einstakra félaga hafi risið og fallið í verði en markaðurinn í heild sé sennilega ekki yfirverðlagður. „Svo virðist sem markaðurinn hafi ekki náð sér almennilega á strik eftir hrun. Tiltrúin er minni en áður. Almenningur virðist ekki hafa leitað í hlutabréf í eins miklum mæli og það skýrir, tel ég, að miklu leyti af hverju markaðurinn hefur ekki hækkað mikið undanfarið,“ segir Ásgeir. Eggert Þór bendir á að hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs hafi verið í mikilli uppsveiflu og helstu vísitölur hækkað um 20 til 25 prósent í fyrra. Þær hækkanir hafi þó ekki skilað sér hingað til lands. Nýjar vinnumarkaðstölur hafi hins vegar leitt til væntinga um aukna verðbólgu og frekari vaxtahækkanir. „Vaxtahækkunarferlið sem slíkt þarf ekki að hafa neikvæð áhrif á hlutabréfamarkaði, enda er það til marks um að efnahagslífið er sterkt. Hagnaður fyrirtækja erlendis er farinn að aukast á nýjan leik. En nú eru menn hins vegar farnir að horfa fram á hraðara vaxtahækkunarferli en áður og fjárfestar líta það ekki eins jákvæðum augum,“ segir Eggert Þór.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira