Kristinn Ingi Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Útgerðir bíða frétta af loðnumælingum

Ákveðið verður á næstu dögum hvort loðnukvótinn verði aukinn á þessari vertíð. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkissviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að mælingum rannsóknaskipanna Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar sé lokið. Eru skipin nú á heimleið.

Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum

Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli.

Á von á umfangsmiklum skilyrðum

Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum.

Kvika banki sýknaður af kröfu ET Sjónar

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku Kviku fjárfestingarbanka, áður Virðingu, af skaðabótakröfu félagsins ET Sjónar í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar.

Spá auknum rekstrarhagnaði hjá Marel

Hagfræðideild Landsbankans býst við að rekstrarhagnaður Marels fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hafi aukist lítillega á fjórða fjórðungi síðasta árs frá sama tíma árið 2016.

Jón Ingi til Landsbankans

Jón Ingi Árnason, sem starfaði áður í markaðsviðskiptum Kviku fjárfestingabanka, hefur gengið til liðs við Landsbankann, samkvæmt heimildum Markaðarins. Mun hann starfa í markaðsviðskiptum bankans.

Kvika lýkur fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi

Kvika fjárfestingabanki hefur lokið 17 milljóna punda, jafnvirði 2,4 milljarða króna, fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi, OSF II, sem fjárfestir í breskum veðskuldabréfum með veði í fasteignum.

Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári

Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods.

Sjá meira