Högnuðust um 2,52 milljarða á metári hjá Bónus og Hagkaup Vöxtur var í veltu hjá Bónus, Hagkaup, Útilíf og Zara síðastliðið ár og áttu matvörukeðjurnar sín stærstu rekstrarár frá upphafi. Smásölukeðjan Hagar hagnaðist um 2,52 milljarða króna á síðasta rekstrarári en félagið hagnaðist um 3,05 milljarða króna rekstrarárið á undan. 10.5.2021 21:33
Ákærð fyrir að hafa áreitt konu kynferðislega á hótelherbergi Kona hefur verið ákærð fyrir kynferðisbrot með því að hafa áreitt konu á hótelherbergi þegar hún tók um hendi hennar á meðan hún lá sofandi og notaði til að strjúka nakinn líkama sinn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10.5.2021 19:28
Sex sinnum fleiri brottfarir erlendra farþega í apríl Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 5.800 í aprílmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Eru það sex sinnum fleiri brottfarir en í apríl 2020, þegar brottfarir voru tæplega eitt þúsund. 10.5.2021 18:45
Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10.5.2021 17:32
Brottreksturinn grátbroslegur nú þegar leyfa á heimaslátrun: „Óska engum þess að fara í gegnum þetta“ Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís, fagnar því að loks standi til að leyfa bændum að slátra sauðfé og geitum á búum sínum og dreifa á markaði. 9.5.2021 20:01
Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7.5.2021 17:14
Seldi í Marel fyrir 168 milljónir króna Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, hefur selt 190.000 hluti í félaginu á genginu 885 krónur á hlut og nemur salan því 168,2 milljónum króna. 7.5.2021 16:33
Ríkisstjórnin skoðar að kaupa Sputnik V fyrir 100 þúsund manns Íslenskum stjórnvöldum stendur til boða að fá skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V fyrir 200 þúsund manns. Ríkisstjórnin skoðar nú þann möguleika að kaupa skammta fyrir 100 þúsund einstaklinga. 7.5.2021 14:48
Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. 7.5.2021 12:29
Óli Jóns kominn yfir til Birtingahússins Ólafur Jónsson hefur verið ráðinn til Birtingahússins þar sem hann mun sinna ráðgjöf og þróunarvinnu í tengslum við netmarkaðsmál fyrir viðskiptavini félagsins. 6.5.2021 14:16