Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. 2.6.2021 11:14
Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1.6.2021 16:45
Sala nýrra fólksbíla jókst um 159 prósent og bílaleigur tóku við sér Sala nýrra fólksbíla jókst um tæp 159% hér á landi í maí samanborið við sama tíma í fyrra. Nýskráningum fjölgaði um 24,9% milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins og fara úr 3.369 í 4.208. 1.6.2021 15:30
Menntasjóður námsmanna áfrýjar dómi héraðsdóms í ábyrgðarmannamáli Menntasjóður námsmanna hyggst áfrýja nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem sjóðurinn tapaði máli gegn ábyrgðarmanni námsláns. 1.6.2021 12:34
Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1.6.2021 10:33
Bein útsending: Hátækni, matvælaframleiðsla og orka „Nýsköpun í matvælaframleiðslu er mikilvægasta viðfangsefni samtímans“ er yfirskrift viðburðar á Nýsköpunarviku sem hefst klukkan 10. 1.6.2021 09:40
Þessi sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins Alls bárust 34 umsóknir um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins sem auglýst var þann 14. maí 2021. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins en umsóknarfrestur rann út 25. maí síðastliðinn. 1.6.2021 09:17
Grænt ljós komið á norska yfirtöku Nóa Síríus Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kaupa Orkla ASA á 80% eignarhlut í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi hf. Greint var frá því í byrjun mánaðar að norski matvælarisinn hafi komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé félagsins en fyrir átti Orkla 20% hlut í sælgætisframleiðandanum. 28.5.2021 13:00
Spennt fyrir því að endurvekja Arctic Rafting Leiðsögukonan og fjárfestirinn Tinna Sigurðardóttir hefur keypt flúðasiglingafélagið Arctic Rafting af ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic Adventures. 28.5.2021 12:23
Bein útsending: Nýsköpun í mannvirkjagerð Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins, Byggingavettvangurinn og Verkís bjóða til opinnar málstofu í samstarfi við Nýsköpunarvikuna klukkan 9. 28.5.2021 09:10
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent