Bræða hraun fyrir opnum tjöldum á nýrri sýningu í Reykjavík Þremur árum eftir að Icelandic Lava Show opnaði fyrstu lifandi hraunsýningu heims í Vík í Mýrdal hefur stefnan verið tekin á Reykjavík. 3.11.2021 14:14
Héraðsdómur hafnaði nauðasamningi Gray Line Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning Allrahanda GL ehf. sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því á seinasta ári. 3.11.2021 12:08
Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3.11.2021 10:57
Fá 381 milljóna fjármögnun og vilja verða McDonald's rafhlaupahjólanna Hopp hefur tryggt 381 milljóna króna fjármögnun frá Brunni vaxtarsjóði II. Stefnir íslenska rafskútufélagið nú á frekari útrás á erlenda markaði með sérleyfum (e. franchise). 3.11.2021 09:02
Ráðin til að styrkja fjárstýringu fyrirtækisins Samkaup hafa ráðið þrjú í störf lausnastjóra, áhættu- og lausafjárstjóra og launasérfræðings. Markmiðið með ráðningum er sagt vera að styrkja fjárstýringu hjá Samkaupum en verslanir fyrirtækisins veltu ríflega 40 milljörðum króna á síðasta ári. 3.11.2021 08:52
Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. 3.11.2021 08:28
Óskaði eftir aðstoð þegar hann tók eitt sitt stærsta lag Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Þeirra á meðal var slagarinn Á æðruleysinu sem kom út á plötunni Svona eru menn árið 2008. 28.10.2021 23:41
Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28.10.2021 22:16
Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28.10.2021 19:16
Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28.10.2021 18:01