Landsvirkjun hagnaðist um þrettán milljarða Landsvirkjun hagnaðist um 102,6 milljónir Bandaríkjadali eða 13,3 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er fjármunamyndun í sögulegum hæðum. Hagnaður nam 61,2 milljónum Bandaríkjadala á sama tímabili í fyrra. 19.11.2021 15:19
Héraðsdómur skert frelsi samtaka til að berjast fyrir rétti neytenda Neytendasamtökin hyggjast áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 á hendur samtökunum og formanninum Breka Karlssyni. 19.11.2021 14:33
Aukið álag á barnafjölskyldur í faraldrinum Fjórðungur barnafjölskyldna hefur fundið fyrir auknu álagi í kórónuveirufaraldrinum. Til samanburðar segjast 10% barnlausra svarenda hafa fundið fyrir auknu álagi. 19.11.2021 10:52
Fjölgar í foreldrahúsum Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á þróun leigumarkaðsins hér á landi og sést það vel í aldurshópnum 18 til 24 ára. Árið 2020 bjuggu 16% fleiri á því aldursbili í foreldrahúsum en árið 2019. Á sama tíma minnkar hlutfallið eða stendur í stað í öðrum aldurshópum. 18.11.2021 09:58
Einar tekur við sem forstjóri Alcoa Fjarðaráls Einar Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við stöðunni þann 1. desember. Tor Arne Berg hefur sinnt starfinu síðastliðin tvö ár en hún snýr aftur til Noregs í nýtt starf hjá Alcoa. 17.11.2021 15:43
Þrjú iðnfyrirtæki sameinast þvert á landshluta Trésmiðjan Börkur, Gluggasmiðjan Selfossi og Glerverksmiðjan Samverk hafa sameinast og er áætlað að samanlögð velta hins nýja fyrirtækis verði um fjórir milljarðar króna fyrir árið 2023. Öll fyrirtækin rótgróin á íslenskum markaði og eru yfir 50 ára gömul. 17.11.2021 15:34
Íslenskur rjómalíkjör, granóla, barnamatur og harðfiskflögur fyrir valinu Fyrirtækin Jökla, Sifmar (Krakkakropp), MAR crisps, Náttúrulega gott, Nordic Wasabi og Næra voru nýlega valin inn í viðskiptahraðalinn Til sjávar og sveita 2021 sem settur var á mánudag. 17.11.2021 13:53
Álfur og Diljá hefja upp raust sína Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. 17.11.2021 11:31
ESA segir engar sönnur fyrir ásökunum Arion banka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisaðstoð hafi verið veitt Landsbankanum og Íslandsbanka. 17.11.2021 10:34
Fátt bendi til að markaðurinn sé farinn að kólna Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% milli september og október sem er meiri hækkun en sást mánuðinn á undan. Íbúðaverð hækkaði um 1,2% milli ágúst og september en síðastliðna þrjá mánuði hefur verð hækkað um 4,3%. 17.11.2021 10:04