Fréttamaður

Benedikt Bóas

Nýjustu greinar eftir höfund

Frá Selfridges út á Ægisíðu

Skóhönnuðurinn Katrín Alda Rafnsdóttir ætlar að selja sýnishorn af skóm sínum á Ægisíðu á morgun. Skó hennar er að finna í mörgum helstu verslunum heims en hún verður með minni glamúr að þessu sinni. Bara jólaglögg og piparköku

Jólatónleikar Rubens og Clays

Jólatónleikar eru ekki séríslenskur siður. Þeir eru haldnir víða. Gömlu Idol-stjörnurnar Ruben Studdard og Clay Aiken, sem háðu eftirminnilegt einvígi árið 2003, sáu örlitla gróðavon og hentu upp jólasýningu fyrir fjölskylduna alla.

Arnaldur notar bannorðið hjúkrunarkona

Metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason notar orðið hjúkrunarkona í nýjustu bók sinni, Stúlkan hjá brúnni. Ekki er langt síðan annar metsölurithöfundur, Birgitta Haukdal, kallaði yfir sig reiði hjúkrunarfræðinga með því að nota orðið.

Prjónaverksmiðja eldri ofurkvenna í Furugerði

Konur í Furugerði 1 hafa hist að undanförnu og prjónað um 100 listaverk sem fara öll til Hjálparstarfs kirkjunnar. Upphafskonan fann tvo karla sem kunnu að prjóna en þeir hafa ekki látið sjá sig. Yngsti þátttakandinn er 12 ára.

Heimildarmynd og nýtt lag

Unnið er að heimildarmynd um nýjustu söngstjörnu Þingeyinga, Guðnýju Maríu Arnþórsdóttur sem ber vinnuheitið Guðný hún María. Guðný skaust upp á stjörnuhimininn með páskalagi og því kemur lítið á óvart að hún sé með tvö jólalög í pokahorninu. Nýjasta lagið heitir Fýlupúkinn

María Birta í stórmynd Quentins Tarantino

Leikkonan María Birta Bjarnadóttir, landaði hlutverki Playboykanínu í myndinni Once Upon a Time in Hollywood, sem Quentin Tarantino leikstýrir. Ógurlegur fjöldi stórstjarna kemur saman í myndinni en þau Margot Robbie, Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika aðalhlutverkin í myndinni sem fjallar um morðið á Sharon Tate.

Frá hæsta fjalli niður í dýpstu djúp

Baltasar Kormákur er orðaður við leikstjórastól kvikmyndarinnar Deeper. Myndin á að fjalla um fyrrverandi geimfara sem ráðinn er til að sigla kafbát á dýpsta svæði hafsins þar sem yfirnáttúrulegir hlutir gerast. Ef af myndinni verður mun Baltasar því hafa leikstýrt Everest sem gerist á hæsta fjalli heims og farið niður í dýpstu djúp

Miðbæ Glasgow lokað fyrir Fast and Furious

Miðbænum í Glasgow hefur verið lokað til 29. október vegna vinnu við gerð Fast and Furious myndarinnar Hobbs & Shaw. Eru Jason Statham, Swayne The Rock Johnson og Idris Elba allir samankomnir til að taka upp atriðin.

David Gilmour hrósar Todmobile

David Gilmour, gítarleikari Pink Floyd, henti í hrós við útgáfu Todmobile á stórvirkinu Awaken á YouTube. Horft hefur verið á útgáfu lagsins um 600 þúsund sinnum á YouTube. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum.

Sjá meira