Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu.

Erlent
Fréttamynd

Segja flugferðir með Trump í Air Force One ígildi þess að vera hnepptur í varðhald

Fáar flugvélar eru jafn þekktar og Air Force One, sérstök einkaflugvél forseta Bandaríkjanna. Eflaust dreymir mörgum að fá að fara um borð en en sú virðist ekki vera rauninn á meðal starfsmanna Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Flugferðir með Trump um borð í Air Force One líkjast meira martröðum ef marka má orð núverandi og fyrrverandi starfsmanna forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill.

Erlent
Fréttamynd

Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig.

Erlent
Fréttamynd

Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna

Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum.

Erlent
Fréttamynd

Reyndi að kaupa sér leið í Hvíta húsið í gegnum Manafort

Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump.

Erlent
Fréttamynd

Æ fleiri demókratar hoppa á ákæruvagninn

Hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata hefur kallað eftir því að ferlið til að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot verði hafið. Leiðtogar demókrata hafa hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna og lagt áherslu á ljúka skuli þeim fjölmörgu rannsóknum sem þingnefndir fulltrúadeildarinnar vinna nú að.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.