Tómas Þór Þórðarson

Tómas Þór Þórðarson

Skoðanagreinar eftir Tómas Þór úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Gleðileg tuðarajól

Sælla er að gefa en þiggja var einhvern tíma sagt. Undir þeim formerkjum hefði maður haldið að gaman væri að fara og kaupa eitthvað fallegt sem þú gefur svo öðrum og bíður spenntur eftir brosinu á andliti viðkomandi. Það virðist þó ekki vera alveg satt ef marka má stemninguna á jólagjafarúnti Íslendinga.

Bakþankar
Fréttamynd

Netsverðin brýnd

Jólalagið mitt er Here we go með Stakka BO. Fyrsta setning lagsins: "Here we go again“, á svo vel við þegar þessi mánuður gengur í garð. Af hverju? Jú, þá hefst á ný umræðan um íþróttamann ársins.

Bakþankar
Fréttamynd

Virðing á velli

Að vinna körfuboltaleik í keppni fjórtán ára stúlkna með 101 stigi gegn tveimur er galið. Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum að það var einmitt það sem gerðist í leik Grindavíkur og Vals í þessum aldursflokki fyrir nokkrum dögum

Bakþankar
Fréttamynd

Nú þurfum við fótboltaeldgos

Við þurfum öll smá pásu. Smá pásu frá því að vera alltaf alveg brjáluð í skapinu. Frá alþingiskosningum hér þar sem allir voru trylltir yfir til gærdagsins þar sem sumir ætluðu hreinlega að ganga af göflunum vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum.

Bakþankar
Fréttamynd

MVP á Alþingi

Í bandarískum íþróttum er aldrei talað um besta leikmann hverrar deildar heldur þann mikilvægasta, eða MVP (e. Most valuable player). Auðvitað er alltaf um að ræða einn besta leikmanninn ef ekki þann besta í viðkomandi íþrótt en pælingin er meira hversu mikilvægur hann er liðinu

Bakþankar
Fréttamynd

Úðarinn og saurlokan

Þrátt fyrir að þurfa að mæta í vinnuna klukkan sjö um morguninn vakti ég eftir þriðju forsetakappræðunum í Bandaríkjunum. Ég bara varð að horfa enda hef ég ekki misst af kappræðum síðan um aldamótin. Ég hefði betur sleppt því.

Bakþankar
Fréttamynd

Rétt skoðun – röng skoðun, fáviti

Eftir sléttan mánuð göngum við til kosninga og reynum að hafa áhrif á framtíð okkar með því að kjósa það sem okkur finnst rétt og það fólk og þann flokk til valda sem við teljum að þjóni okkar hagsmunum sem þjóðar hvað best.

Bakþankar
Fréttamynd

Óður til pítsunnar

Í byrjun mánaðar greindu flestir miðlar hér heima frá niðurstöðum rannsóknar Duke-háskólans í Bandaríkjunum þar sem kom fram að verksmiðjustarfsmenn í Ísrael kusu gjafabréf upp á pítsu frekar en hól frá yfirmanni sínum eða bónusgreiðslu í lok vinnuvikunnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Eitur í æðum

Það sem er að eitra Ólympíugleði mína þetta árið eru þessir fjandans svindlarar sem notast við árangursbætandi efni.

Bakþankar
Fréttamynd

Börnin frekar en björninn

Eftir þriggja vikna sameiningu þjóðar á meðan strákarnir okkar voru að gera stórkostlega hluti á EM þar sem við börðumst til dæmis öll saman gegn „illmenninu“ Cristiano Ronaldo var kominn aftur tími til að rífast.

Bakþankar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.