Einfaldir símar, einfaldir tímar Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Í vikunni var tilkynnt um endurkomu Nokia 3310 símans sem er einn besti sími sögunnar, í það minnsta ef horft er til hversu lengi hann endist. Ég man þegar ég keypti mér hann á haustmánuðum 2000, rétt áður en ég byrjaði í framhaldsskóla. Þetta var annar síminn minn á eftir hinum goðsagnakennda Nokia 5110. Nokia 3310 var aðeins betri en 5110; betri skjár, fleiri leikir og almennt bara uppfærður. Eðlilega, hann var nýrri. Þetta er ekki lofgrein um að allt hafi verið betra í gamla daga. Hlutirnir voru bara aðeins einfaldari í gamla daga því þá var maður yngri og áhyggjulausari. Um leið og símarnir verða betri verður maður sjálfur eldri og lífið aðeins flóknara. Sumarið 1999 vann ég mér inn fyrir 5110-símanum sem ég mætti svo stoltur með í 10. bekk. Það var veturinn sem flestir á mínum aldrei fengu síma og snerust allar pásur og matarhlé um að keppast við að bæta met hver annars í Snake og skipta um hringingar. Ó, hve þreytandi það var að heyra Nokia-lagið 700 sinnum óma um ganga Réttarholtsskóla eftir hvern einasta tíma. Þegar ég fékk 3310 var ég kominn í menntaskóla og lífið sjálfkrafa orðið aðeins flóknara. Meiri kröfur og meiri ábyrgð sem ég svo á endanum stóð ekki undir þó allt hafi nú bjargast í seinni tíð. Í dag get ég með símanum mínum á nokkrum sekúndum flett upp veðrinu í Timbúktú eða hringt með Facebook í símanum, frítt, í mann í Timbúktú og spurt til veðurs. Nú þegar símarnir eru orðnir svona fullkomnir hefur lífið flækst; vinna, bíll, íbúð og ástin. Ég hef það samt mjög gott. Lífið með einfaldari síma var ekkert endilega betra. Bara einfaldara.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun
Í vikunni var tilkynnt um endurkomu Nokia 3310 símans sem er einn besti sími sögunnar, í það minnsta ef horft er til hversu lengi hann endist. Ég man þegar ég keypti mér hann á haustmánuðum 2000, rétt áður en ég byrjaði í framhaldsskóla. Þetta var annar síminn minn á eftir hinum goðsagnakennda Nokia 5110. Nokia 3310 var aðeins betri en 5110; betri skjár, fleiri leikir og almennt bara uppfærður. Eðlilega, hann var nýrri. Þetta er ekki lofgrein um að allt hafi verið betra í gamla daga. Hlutirnir voru bara aðeins einfaldari í gamla daga því þá var maður yngri og áhyggjulausari. Um leið og símarnir verða betri verður maður sjálfur eldri og lífið aðeins flóknara. Sumarið 1999 vann ég mér inn fyrir 5110-símanum sem ég mætti svo stoltur með í 10. bekk. Það var veturinn sem flestir á mínum aldrei fengu síma og snerust allar pásur og matarhlé um að keppast við að bæta met hver annars í Snake og skipta um hringingar. Ó, hve þreytandi það var að heyra Nokia-lagið 700 sinnum óma um ganga Réttarholtsskóla eftir hvern einasta tíma. Þegar ég fékk 3310 var ég kominn í menntaskóla og lífið sjálfkrafa orðið aðeins flóknara. Meiri kröfur og meiri ábyrgð sem ég svo á endanum stóð ekki undir þó allt hafi nú bjargast í seinni tíð. Í dag get ég með símanum mínum á nokkrum sekúndum flett upp veðrinu í Timbúktú eða hringt með Facebook í símanum, frítt, í mann í Timbúktú og spurt til veðurs. Nú þegar símarnir eru orðnir svona fullkomnir hefur lífið flækst; vinna, bíll, íbúð og ástin. Ég hef það samt mjög gott. Lífið með einfaldari síma var ekkert endilega betra. Bara einfaldara.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun