Rétt skoðun – röng skoðun, fáviti Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2016 07:00 Eftir sléttan mánuð göngum við til kosninga og reynum að hafa áhrif á framtíð okkar með því að kjósa það sem okkur finnst rétt og það fólk og þann flokk til valda sem við teljum að þjóni okkar hagsmunum sem þjóðar hvað best. En passaðu þig. Því ef þú kýst þennan flokk eða hinn gæti það ekki bara verið rangt heldur eru miklar líkur á að þú sért ógeðslega heimskur eða hreinlega veikur í höfðinu. Þannig er nefnilega stemningin á samfélagsmiðlum og hjá einstaka spekingum – sjálfskipuðum að sjálfsögðu – sem fá mínútur á öldum ljósvakans í aðdraganda stóra dagsins. Það talar enginn um kosningar eða pólitík lengur með það í huga að hlusta á næsta mann og taka skoðanir hans til greina. Ef hann ætlar ekki að kjósa það sama og þú þá er hann bara fífl og vill helst að Ísland sökkvi í saltan sæ. Það er fagnaðarefni að ungt fólk, rétt skriðið yfir kosningaaldur, sé byrjað að ræða pólitík á samfélagsmiðli eins og Twitter því kjörsókn unga fólksins hefur ekki verið upp á marga fiska í langan tíma. Aftur á móti getur umræðan þar, og er því miður of oft, verið bókstaflega eins og í sandkassaleik. Einn hendir út tísti um að þessi flokkur sé ömurlegur eða þessi stjórnmálamaður sé ógeðslegur. Enginn þarf að gera grein fyrir skoðun sinni, ekkert frekar en þú þurftir að útskýra af hverju þú kastaðir drullumallinu í andlitið á krakkanum á leikskólanum. Svo halda allir áfram að borða sand. Munum, að ef einhver hefur skoðun sem er ólík þinni skoðun er hún ekki röng og viðkomandi er ekki fáviti. Þið eruð bara ekki sammála. Og viti menn, það er allt í lagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun
Eftir sléttan mánuð göngum við til kosninga og reynum að hafa áhrif á framtíð okkar með því að kjósa það sem okkur finnst rétt og það fólk og þann flokk til valda sem við teljum að þjóni okkar hagsmunum sem þjóðar hvað best. En passaðu þig. Því ef þú kýst þennan flokk eða hinn gæti það ekki bara verið rangt heldur eru miklar líkur á að þú sért ógeðslega heimskur eða hreinlega veikur í höfðinu. Þannig er nefnilega stemningin á samfélagsmiðlum og hjá einstaka spekingum – sjálfskipuðum að sjálfsögðu – sem fá mínútur á öldum ljósvakans í aðdraganda stóra dagsins. Það talar enginn um kosningar eða pólitík lengur með það í huga að hlusta á næsta mann og taka skoðanir hans til greina. Ef hann ætlar ekki að kjósa það sama og þú þá er hann bara fífl og vill helst að Ísland sökkvi í saltan sæ. Það er fagnaðarefni að ungt fólk, rétt skriðið yfir kosningaaldur, sé byrjað að ræða pólitík á samfélagsmiðli eins og Twitter því kjörsókn unga fólksins hefur ekki verið upp á marga fiska í langan tíma. Aftur á móti getur umræðan þar, og er því miður of oft, verið bókstaflega eins og í sandkassaleik. Einn hendir út tísti um að þessi flokkur sé ömurlegur eða þessi stjórnmálamaður sé ógeðslegur. Enginn þarf að gera grein fyrir skoðun sinni, ekkert frekar en þú þurftir að útskýra af hverju þú kastaðir drullumallinu í andlitið á krakkanum á leikskólanum. Svo halda allir áfram að borða sand. Munum, að ef einhver hefur skoðun sem er ólík þinni skoðun er hún ekki röng og viðkomandi er ekki fáviti. Þið eruð bara ekki sammála. Og viti menn, það er allt í lagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun