Komdu bara, vetur! Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 07:00 Sumrinu mínu er lokið. Sumarfríið endaði í gær og er ég aftur mættur á skjálftavaktina, tilbúinn að snúa hjólum atvinnulífsins fram yfir dimman veturinn þar til aftur verður svo bjart að Halla og Stefán geta ekki sofnað. Þó ég trúi því að veturinn geri okkur að miklu leyti að þeirri baráttuþjóð sem við erum þýðir það ekki að ég hafi gaman af honum. Þvert á móti. Þegar ég var yngri var ekkert skemmtilegra en að vakna og líta út um gluggann og sjá ekkert nema hvítt. Þá var loksins hægt að fara í Kraftgallann (ég fékk aldrei Max-galla) og njóta undursins sem snjór var þá. Nú sé ég ekkert verra en snjó. Ég hata hann álíka mikið og Halla og Stefán hata RÚV. Skafa, festast, blautur í fæturna. Snjór er ömurlegur. Veturinn er erfiður enda fáar þjóðir jafnþakklátar og þegar vora tekur. Að þessu sinni tel ég mig samt tilbúnari í veturinn. Málið er að ég hef gert svo fjandi lítið undanfarin sumur þannig að ég á sjaldan minningar til að ylja mér við í gegnum harkið. Þetta sumar var þó algjör tilbreyting. Vikurnar þrjár með strákunum okkar í Frakklandi halda mér brosandi fram í nóvember, léttilega. Náttúrufegurðin, fólkið og kraftur Jarðbaðanna á Mývatni halda mér sterkum yfir jólin og áramótin og stressinu sem því öllu fylgir. Austfjarðaferðin heldur mér heilum á geði fram í mars og helgarnar tvær á Suðurlandinu eru svo stútfullar af glóandi sumarminningum að ég verð góður allt þar til fyrst sjást tíu gráður á mælinum að ári og sumarið hefst á ný. Það er meira en næg innistæða á sumar-minningabankanum þannig að veturinn má alveg koma fyrir mér.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Sumrinu mínu er lokið. Sumarfríið endaði í gær og er ég aftur mættur á skjálftavaktina, tilbúinn að snúa hjólum atvinnulífsins fram yfir dimman veturinn þar til aftur verður svo bjart að Halla og Stefán geta ekki sofnað. Þó ég trúi því að veturinn geri okkur að miklu leyti að þeirri baráttuþjóð sem við erum þýðir það ekki að ég hafi gaman af honum. Þvert á móti. Þegar ég var yngri var ekkert skemmtilegra en að vakna og líta út um gluggann og sjá ekkert nema hvítt. Þá var loksins hægt að fara í Kraftgallann (ég fékk aldrei Max-galla) og njóta undursins sem snjór var þá. Nú sé ég ekkert verra en snjó. Ég hata hann álíka mikið og Halla og Stefán hata RÚV. Skafa, festast, blautur í fæturna. Snjór er ömurlegur. Veturinn er erfiður enda fáar þjóðir jafnþakklátar og þegar vora tekur. Að þessu sinni tel ég mig samt tilbúnari í veturinn. Málið er að ég hef gert svo fjandi lítið undanfarin sumur þannig að ég á sjaldan minningar til að ylja mér við í gegnum harkið. Þetta sumar var þó algjör tilbreyting. Vikurnar þrjár með strákunum okkar í Frakklandi halda mér brosandi fram í nóvember, léttilega. Náttúrufegurðin, fólkið og kraftur Jarðbaðanna á Mývatni halda mér sterkum yfir jólin og áramótin og stressinu sem því öllu fylgir. Austfjarðaferðin heldur mér heilum á geði fram í mars og helgarnar tvær á Suðurlandinu eru svo stútfullar af glóandi sumarminningum að ég verð góður allt þar til fyrst sjást tíu gráður á mælinum að ári og sumarið hefst á ný. Það er meira en næg innistæða á sumar-minningabankanum þannig að veturinn má alveg koma fyrir mér.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun