
Gegnsærri stjórnsýsla á netinu
Í Fréttablaðinu í fyrradag voru tvær fréttir, sem snúa að rafrænni stjórnsýslu sveitarfélaga. Annars vegar hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að í stað þess að setja eingöngu fundargerðir bæjarstjórnar og nefnda og ráða bæjarins á vef bæjarins verði skjöl sem tengjast ákvörðunum á fundum gerð aðgengileg almenningi á netinu. Hins vegar var sagt frá því að borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenningi aðgengilegar á netinu.