Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Kristján Þorvalds og Tommi ríða á vaðið

„Það kom mér stórkostlega á óvart hversu margir vildu vera með. Þeir virðast miklu fleiri trúbadorarnir sem vilja koma út úr skápnum en við þorðum að vona,“ segir Friðrik Indriðason, blaðamaður og einn helsti skipuleggjandi Stóru trúbadorkeppninnar, sem hefst á Sportbarnum við Hverfisgötu í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Hneyksli skekur grunnskóla

Græna ljósið frumsýnir spennutryllinn Notes on a Scandal, með Cate Blanchett og Judi Dench í aðalhlutverki, annað kvöld. Dench fer með hlutverk Barböru Covett, einmana kennslukonu sem stjórnar nemendum sínum með járnaga.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Melaband á meginlandi

Sinfóníuhljómsveit Íslands er á ferðalagi um meginland Evrópu og hefur vakið stormandi lukku í tónleikahúsum í Þýskalandi á síðustu dögum. Hljómsveitin mun leika á átta tónleikum á tveimur vikum og hefur þegar haldið tvenna tónleika í Þýskalandi.

Tónlist
Fréttamynd

Múlinn steðjar af stað

Vetrardagskrá djassklúbbsins Múlans hefst á ný á Domo Bar í kvöld en sextán tónleikar eru fyrirhugaðir þar á næstunni. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta djassgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni, sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans.

Tónlist
Fréttamynd

Skrattakollur á mótorfáki

Hasarmyndin Ghost Rider, með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður frumsýnd hér á landi annað kvöld – á sama tíma og í Bandaríkjunum. Myndin byggir á samnefndum teiknimyndasögum um mótorhjólakappann Johnny Blaze, sem getur orðið býsna heitt í hamsi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Terem-kvartettinn snýr aftur

Hinn eftirsótti Terem-kvartett heldur tónleika í Salnum í kvöld en þeir rússnesku snillingar hafa hlotið nafnbótina þjóðargersemi Rússlands hjá gagnrýnendum auk þess að fá blessun frá páfa og móður Theresu. Uppselt er á tónleikana í kvöld en vegna frábærrar aðsóknar hefur aukatónleikum verið bætt við á sama tíma annað kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Notalegt reggíkvöld

Reggíkvöld verður haldið á Café Kulture við Hverfisgötu í kvöld í tilefni þess að hinn 6. febrúar síðastliðinn voru 62 ár liðin síðan goðsögnin Bob Marley fæddist.

Tónlist
Fréttamynd

Ummæli safnstjóra metin á tvær milljónir króna

„Þetta verður það sama og með geirfuglinn sem var boðinn upp úti í London á sínum tíma. Það fór fram söfnun og uppboðshaldarinn úti vissi upp á krónu hvað safnaðist og fuglinn fór á það,“ segir Tryggvi Páll Friðriksson í Gallerí Fold og einn helsti uppboðshaldari Íslands.

Menning
Fréttamynd

Fyrsta platan á vegum Múgíbúgí

Plata með tónlist Mugison við kvikmyndina geysivinsælu Mýrina kemur í búðir á morgun. Þetta er fyrsta plata Mugison sem er gefin út hjá nýju útgáfufyrirtæki hans og föður hans, sem kallast Múgíbúgí. Platan átti upphaflega að koma út fyrir síðustu jól en einhverjar tafir urðu á útgáfunni.

Tónlist
Fréttamynd

Argentískur tangó á Borginni

Hver vill ekki læra að dansa argentískan tangó og upplifa ekta milongu stemningu? Milongu er tangódansleikur, en slíkur dansleikur verður haldinn á Borginni á fimmtudagskvöldið.

Menning
Fréttamynd

Tara bregst við bólferðasögum

Leikkonan Tara Reid er brjáluð út í klámkónginn Joe Francis fyrir að ljóstra því upp að hann hafi sængað hjá henni. Ekki er ljóst hvort hún er reiðust yfir því, eða þeirri yfirlýsingu Francis að hún sé álíka spennandi og hveitisekkur, í bólinu. "Hún bara liggur þarna," sagði dóninn.

Lífið
Fréttamynd

Hvaða rakspíra notar Justin Timberlake ?

Sambandið milli söngvarans Justins Timberlake og leikkonunnar Scarlett Johansson, virðist hitna með hverjum deginum sem líður. Þau sáust saman í samkvæmi í Miami um síðustu helgi, og fór að sögn vel á með þeim. Timberlake er sagður vera óðum að jafna sig eftir tveggja ára samband við Cameron Diaz og á eftir henni Jessicu Biel.

Lífið
Fréttamynd

Leo ennþá með ísra-elskunni sinni

Heimildarmaður sem er sagður í innsta hring hjartaknúsarans Leonardo DiCaprio, segir að hann sé alls ekki hættur sambandi sínu við ísraelsku fyrirsætuna Bar Rafaelli. Frá því var skýrt nýlega að hann hefði heyrst tala við hana í síma og þá öskrað; "Ég er búinn að fá nóg af þessu."

Lífið
Fréttamynd

Hún er svo góð

Indverska leikkona Shilpa Shetty er á leiðinni til Bretlands á nýjan leik, til þess að hugga þáttakanda í raunveruleikaþættinum Big Brother, sem úthúðaði henni sem mest þegar hún tók þar þátt. Jo O´Mera er sögð sokkin í hyldýpi örvæntingar og er undir sérstöku eftirliti

Lífið
Fréttamynd

Nýtt tímarit um Íslands- og mannkynssögu

SAGAN ÖLL er nýtt tímarit á Íslandi og mun koma út í fyrsta sinn fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi, síðan mánaðarlega. Umfjöllunarefnið er Íslandssagan og mannkynssagan í máli og myndum.

Menning
Fréttamynd

Police í tónleikaferðalag

Meðlimir hljómsveitarinnar The Police komu saman og opnuðu Grammy tónlistarverðlaunahátíðina síðasta sunnudag. Þeir höfðu ekki spilað saman síðan árið 1984. Hljómsveitina skipa Sting, Andy Summers og Stewart Copeland en þeir fóru allir að einbeita sér að sólóferli sínum eftir daga Police.

Tónlist
Fréttamynd

Sigur Rós spila á styrktartónleikum

Lifi Álafoss! er yfirskrift tónleika sem haldnir verða til styrktar Varmársamtökunum, íbúasamtökum í Mosfellsbæ sem vilja standa vörð um framtíð Varmársvæðisins. Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 18. febrúar í BaseCamp verinu. Fram koma meðal annara Sigur Rós, Bogomil Font og Pétur Ben.

Tónlist
Fréttamynd

Safnaramarkaður

Safnaramarkaður með frímerki, mynt, seðla, barmmerki og margt fleira verður haldinn sunnudaginn 18. febrúar næstkomandi. Verður safnaramarkaðurinn til húsa að Síðumúla 17, á annarri hæð.

Menning
Fréttamynd

Sigríður Thorlacius og Babar

Á morgun, miðvikudaginn 14. febrúar, mun Sigríður Thorlacius ásamt djasstríóinu Babar flytja tónlist eftir sig og aðra á veitingastaðnum DOMO við Þingholtsstræti 5 í Reykjavík.

Tónlist
Fréttamynd

Robbie í afvötnun

Söngvarinn Robbie Williams er kominn í afvötnun vegna ofnotkunar lyfja. Robbie, sem á 33 ára afmæli í dag, skráði sig inn á hæli í Bandaríkjunum. Fjölmiðlafulltrúi hans segir að frekari upplýsingar verði ekki gefnar.

Lífið
Fréttamynd

Hamingjusöm í afvötnun

Móðir leikkonnunar ungu Lindsey Lohan segir að hún sé alsæl í afvötnuninni í Wonderland Center í Los Angeles. Lohan, sem er 20 ára gömul, innritaði sig á hælið í síðasta mánuði. Í desember síðastliðnum staðfesti fjölmiðlafulltrúi hennar að hún væri farin að sækja fundi hjá AA samtökunum.

Lífið
Fréttamynd

Vinningshafar Grammy

Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár.

Tónlist
Fréttamynd

Fótbolta-barna-sprengja

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem haldin var í Þýskalandi sl. sumar hefur leitt af sér mikla fjölgun væntanlegra fæðinga. Yfirbókanir eru á fæðingardeildum um allt landið í apríl þegar mæður "fótboltabarnanna" eiga von á sér. Sömu sögu er að segja af fæðingarnámskeiðum sem eru fullbókuð. Barbara Freischuetz ljósmóðir í Köln sagði að margar mæðranna segðu að börnin væru "minjagripir" frá Heimsmeistarakeppninni.

Lífið
Fréttamynd

Með 70 grafir í bakgarðinum

Serbneskur maður vill breyta heimili sínu í kirkju þar sem fjöldi nágranna hans og vina eru grafnir í bakgarðinum. Fyrir tíu árum sótti Dragan Djordjevic frá þorpinu Grbavce um leyfi til að skrá garðinn sinn sem kirkjugarð svo hann gæti jarðað móður sína þar, en hún var þá nýlátin. Næsti kirkjugarður var of langt í burtu.

Lífið
Fréttamynd

Frítt í Róm

Hljómsveitin Genesis ætlar að halda ókeypis tónleika fyrir rúmlega 400 þúsund aðdáendur á fornum tónleikastað í Róm hinn 14. júlí. Þetta verða lokatónleikar sveitarinnar á fyrstu tónleikaferð sinni í fimmtán ár. Vegna tónleikanna í Róm þurfti Genesis að fresta tónleikum sínum í Austurríki og Tékklandi.

Tónlist
Fréttamynd

Glaðir gestir á önugri Önnu

Tölvuteiknaða stuttmyndin Anna og skapsveiflurnar var forsýnd í Smárabíói fyrir fullum sal á fimmtudag. Góður rómur var gerður að myndinni og ekki annað að heyra en áhorfendur létu ólundina í Önnu sér vel líka.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Íslenskt æði í Þrándheimi

„Þeir eru alveg til í þetta rokk, Norðmenn eru ekki eins leiðinlegir og ég bjóst við," segir Valdimar Jóhannsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Reykjavík! Valdimar var staddur á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm í Þrándheimi um helgina en Íslendingar voru afar áberandi á hátíðinni. Auk Reykjavíkur! spiluðu Lay Low og Últra Mega Teknóbandið Stefán á hátíðinni um helgina.

Tónlist
Fréttamynd

MTV-hátíð handan við hornið í Reykjavík

„Þetta er á síðustu metrunum en betur má ef duga skal," segir Björn Steinbekk tónleikahaldari, en nú hillir undir það að verðlaunaafhending MTV-sjónvarpsstöðvarinnar verði haldin í höfuðborginni, annað hvort árið 2009 eða 2010.

Tónlist