Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Íslensk tónlist vestanhafs

Umsóknarfrestur Útón vegna safnplötunnar Made in Iceland, þar sem kynnt verður íslensk tónlist á erlendri grundu, rennur út í dag. Síðustu fimm ár hafa Útón og Iceland Naturally staðið fyrir þessu verkefni. Markmiðið er að kynna nýja frumsamda tónlist frá Íslandi í Bandaríkjunum og vekja athygli háskólaútvarpsstöðva og þeirra sem kaupa tónlist fyrir myndefni á íslenskri tónlist. Verkefnið felur í sér gerð safnplötu sem er dreift til yfir sex hundruð útvarpsstöðva og bloggara. Nánari upplýsingar fást hjá Tómasi Young á netfanginu tomas@icelandmusic.is.

Tónlist
Fréttamynd

Leikur á móti sjálfum sér

"Ég kom mér sjálfur inn í þættina með því að stinga upp á að ég léki sjálfan mig að hitta tvíburabróður minn,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Hann leikur í þriðju seríu sjónvarpsþáttarins Hæ Gosi sem fer í loftið í lok mánaðarins.

Menning
Fréttamynd

Endurgerð Á annan veg sló í gegn á Sundance

"Þetta var mjög skemmtilegt og við vorum allir mjög sáttir með útkomuna," segir Sindri Páll Kjartansson, einn af framleiðendum íslensku bíómyndarinnar Á annan veg. Myndin var endurgerð á síðasta ári í Bandaríkjunum og var hún svo frumsýnd um helgina á kvikmyndhátíðinni Sundance.

Menning
Fréttamynd

Hasar og hávaðarokk

Þungarokkararnir í Metallica eru síður en svo af baki dottnir þrátt fyrir að flestir meðlimir sveitarinnar standi nú á fimmtugu. Þessi goðsagnakennda sveit hefur lokið við gerð þrívíddarkvikmyndar í fullri lengd, þar sem hasar og lifandi tónlist renna saman í eitt.

Tónlist
Fréttamynd

Tók myndbandið upp í stofunni heima hjá sér

Myndband Haralds Haraldssonar við lag dúettsins Barregaard&Briem, Love With You, hefur vakið athygli víða um heim. Myndbandið var einfalt í smíðum og tekið upp í stofunni heim hjá leikstjóranum þar sem myndvarpi og fallegar hönnunarhillur leika stórt hlutverk.

Tónlist
Fréttamynd

Ræður því nú sjálfur á hvaða fjöll hann fer

Arnar Jónsson leikari er sjötugur í dag. Þetta eru talsverð tímamót fyrir hann því lögum samkvæmt hættir hann nú störfum sem fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu eftir langan og giftusamlegan feril. Hann er þó ekki á þeim buxunum að setjast í helgan stei

Menning
Fréttamynd

Síðasta kvöldið í sukkinu

Eftirminnileg frammistaða Ólafs Darra ber XL uppi. Ágæt mynd, en ekki nógu skemmtileg né nógu grípandi til að geta talist afbragðsgóð.

Gagnrýni
Fréttamynd

Selja íslenskan raunveruleikaþátt úr landi

"Þetta er í fyrsta sinn sem við seljum íslenskt format að skemmtiefni á borð við þetta úr landi," segir Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Sagafilm, sem gekk nýlega frá sölu á raunveruleikaþáttunum Hannað fyrir Ísland til meðal annars Bretlands, Írlands og Norðurlandanna.

Menning
Fréttamynd

Hefði ekki gefið bókina um Armstrong út

"Maður getur ekki sagt til um það hvernig maður hefði hugsað fyrir sjö árum, en ég hefði að öllum líkindum ekki gefið út bók eftir mann sem er stimplaður svindlari, þá hefur bókin auðvitað misst allan trúverðugleika," segir Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands og útgefandi bókarinnar Þetta snýst ekki um hjólið eftir Lance Armstrong. Rúnar Helgi lýsti því yfir á Facebook að hann hefði aldrei gefið bókina út hefði honum verið kunnugt um lyfjaneyslu hjólreiðakappans.

Menning
Fréttamynd

Borgað fyrir að hanga

"Ég viðurkenni að fyrst þegar ég prófaði þetta fékk ég smá fiðring en ég treysti strákunum á sviðinu vel svo það er ekkert að óttast," segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson sem þarf að fara út fyrir þægindarammann er hann tekst á við hlutverk sótarans Berts í leikritinu Mary Poppins.

Menning
Fréttamynd

Umhverfislist og málningadropar í Hafnarhúsinu

Tvær sýningar opna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag klukkan fjögur. Annars vegar sýning á verkum Roberts Smithsons, eins áhrifamesta myndlistamanns á síðari hluta 20. aldar og hins vegar sýning Ívars Valgarðssonar.

Menning
Fréttamynd

XL er saga alkóhólískrar þjóðar

"Maður hefði getað tekið mynd um stjórnmálamann og alkóhólista og gert leiðinda Bergman-drama sem enginn hefði nennt að horfa á," segir hann. "Í staðinn vildi ég gera hálfgerða "aksjón"-mynd úr þessu þar sem alltaf er eitthvað í gangi," segir leikstjórinn Marteinn Þórisson.

Menning
Fréttamynd

Á skilið að fá meiri athygli

Ef það er hægt að tala um ókost við sterkt tónlistarár eins og var í fyrra, þá er það kannski helst að margar fínar plötur ná ekki í gegn og fá ekki þá athygli sem þær eiga skilið. Sérðu mig í lit? kom út seint á síðasta ári en flaug frekar lágt.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hinn mystíski draumaheimur

Fyrsta EP-plata hljómsveitarinnar Oyama, I Wanna, er óður til svefnsins. Sveitin hóf störf fyrir um ári og spilar melódískt hávaðarokk. "Í kringum páskaleytið í fyrra kom Júlía söngkona loksins inn og þá varð þetta eins og þetta er núna,“ segir bassaleikarinn Bergur Anderson. Meðlimirnir koma úr ýmsum hljómsveitum af höfuðborgarsvæðinu, eða Swords of Chaos, Sudden Weather Change, Útidúr, We Painted the Walls og Me, the Slumbering Napoleon.

Tónlist
Fréttamynd

Jón Þór fagnar nýrri sólóplötu

Tónlistarmaðurinn Jón Þór, fyrrum söngvari og gítarleikari Lödu Sport og Dynamo Fog, heldur upp á útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu, Sérðu mig í lit?, á Faktorý á föstudaginn.

Tónlist
Fréttamynd

Eftirlæti gagnrýnenda

Bandarísku indírokkararnir í Yo La Tengo gáfu á þriðjudaginn út sína þrettándu hljóðversplötu, Fade. Tríóið nýtur mikillar virðingar og hefur lengi verið eftirlæti gagnrýnenda en meginstraumsvinsældir hafa verið takmarkaðar, enda tónlistin oft á tíðum tilraunakennd, lágstemmd og innhverf.

Tónlist
Fréttamynd

2013 verður Bowie-ár

Við Bowie-aðdáendur vöknuðum upp við þær óvæntu og ánægjulegu fréttir á 66 ára afmæli söngvarans 8. janúar að það var komið út nýtt lag með honum og fyrsta platan hans með nýju efni í tæp tíu ár væntanleg 11. mars.

Tónlist
Fréttamynd

Á slóðum stjarnvísinda

Sigur Rós spilar á tónleikunum Live at Jodrell Park á Englandi 30. ágúst. Tónleikarnir eru óvenjulegir að því leyti að þeir eru haldnir á svæði þar sem Bretar hafa stundað stjarnvísindi frá árinu 1945.

Tónlist
Fréttamynd

Spagettívestri sem fjallar um erfiða sögu Bandaríkjanna

Kvikmyndin Django Unchained er frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er sú nýjasta frá leikstjóranum Quentin Tarantino, en hann skrifar einnig handritið. Tarantino endurnýjar hér samstarf sitt við leikarana Christoph Waltz og Samuel L. Jackson.

Menning
Fréttamynd

Skeggjaðar klappstýrur halda uppi merkjum Sónar Reykjavík

Skeggjaðar klappstýrur bera hitann af því að breiða út hreiður tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík sem verður haldin í Hörpu í febrúar. Hátíðarhaldarar hafa verið duglegir að setja kynningarmyndbönd á netið fyrir hátíðina og kláruðu í dag nýtt myndband af klappstýrunum sem sjá má hér fyrir ofan.

Tónlist