Plötusalan aukaatriði Marcus Mumford úr hljómsveitinni vinsælu Mumford & Sons segir að plötusala skipti sveitina ekkert alltof miklu máli. „Við höfum beðið umboðsmanninn okkar um að láta okkur ekki vita hvernig plötusalan gengur. Við vitum vel hvernig miðasalan er á tónleikana okkar, vegna þess að við elskum að spila á tónleikum. Plötusala skiptir okkur í raun minna máli,“ sagði Mumford en plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka. Tónlist 20. apríl 2013 11:00
Anita Briem leikur í Fólkið í blokkinni Búið er að velja þá leikara sem fara með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Fólkið í blokkinni. Þar á meðal er leikkonan Anita Briem en hún lék síðast hér á landi árið 2006. Tökur á þáttunum hefjast í lok maí og æfingar eru hafnar af fullum krafti. Menning 20. apríl 2013 07:00
Svona hljómar Ásgeir Trausti á ensku Hlustaðu á Ásgeir Trausta syngja lagið Heimförin á ensku í meðfylgjandi myndskeiði. Tónlist 19. apríl 2013 16:00
Hróarskeldulistinn klár Sigur Rós, Rihanna og Queens of the Stone Age meðal stærstu nafna. Menning 19. apríl 2013 10:28
Pablo Francisco á leið til Íslands Pablo Francisco er á leiðinni til Íslands og heldur uppistand í Hörpu í lok október. Hann er einn af vinsælustu grínistum heims og hefur komið fram um allan heim. Menning 18. apríl 2013 21:16
Nýdönsk með árlega tónleika "Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá. Tónlist 18. apríl 2013 13:00
Forsala hafin á Sónar Í dag hefst forsala á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem fer fram dagana 13. til 15. febrúar 2014 í Hörpu. Takmarkað magn miða verður í sölu á sérstöku verði, en þriggja daga miðar verða á 12.900. Fullt verð á hátíðina er 16.900 fyrir alla þrjá dagana. Hátíðin vakti mikla lukku er hún var haldin í fyrsta sinn hér á landi í byrjun árs. Icelandair hefur hafið sölu á sérstökum pakkaferðum á hátíðina. Fyrstu listamennirnir verða kynntir í maí en umfang hátíðarinnar verður stærra en síðast þar sem spilað verður á sex sviðum í Hörpu. Tónlist 18. apríl 2013 12:00
Fleiri erlendir listamenn boða komu sína Það styttist í tónleikahátíðina Keflavík Music Festival sem verður haldin 7.-10. júní. Hefur nú verið greint frá komu þriggja erlendra atriða í viðbót. Tónlist 18. apríl 2013 12:00
Keppir um Gullpálmann "Ég hef verið í skýjunum síðan ég fékk símtalið,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri en stuttmynd hans, Hvalfjörður, er ein af níu myndum sem keppa um Gullpálmann í Cannes í maí. Menning 18. apríl 2013 10:00
Þjálfari með útvarpsþætti um íslenska tónlist "Ég er algert tónlistarnörd, þetta kemur í staðinn fyrir golfið hjá mér,“ segir Gunnlaugur Jónsson knattspyrnuþjálfari, sem síðustu mánuði hefur verið að undirbúa útvarpsþætti um íslenska tónlist sem nefnast Árið er… íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Tónlist 18. apríl 2013 09:00
Ofurmennið í nýrri stiklu Nýtt sýnishorn úr myndinni Man of Steel var birt í gær og þykir hið glæsilegasta. Menning 17. apríl 2013 16:41
Barokk Nordic Affect "Á þessum tónleikum ætlum við að virða fyrir okkur tónlistarkennslu og hvaða leiðir tónlistarfólk fór á barokktímanum.“ Menning 17. apríl 2013 12:00
Engill alheimsins - Nýtt lag og myndband frá Hjaltalín Vísir frumsýnir hér myndband við nýtt lag Hjaltalín úr leiksýningunni Englar alheimsins, sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Tónlist 16. apríl 2013 17:30
„Djassgeggjarinn getur verið heima hjá sér“ Dr. Gunni losar sig við fimm metra af vínylplötum á kjördag. Tónlist 16. apríl 2013 16:10
Ben Stiller ráfandi um íslenska náttúru Fyrsta ljósmyndin úr kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty var birt í gær, en stór hluti myndarinnar var tekinn hér á landi í fyrra. Menning 16. apríl 2013 14:46
Erfið úrvinnsla ástarinnar Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Þóra Einarsdóttir fara með aðalhlutverk í verkinu sem gerist á sveitabæ einum, norður í landi. Gagnrýni 16. apríl 2013 12:00
ELO-sándið endurskapað í Eldborg Miðaldra áheyrendahópur fékk nostalgíukastið sem hann borgaði fyrir. Ótrúlega vel tókst til með vandmeðfarið sánd. Gagnrýni 16. apríl 2013 12:00
Stoltur faðir framúrskarandi listamanna "Það eru þrjú ár á milli þeirra bræðra en þeir hafa alltaf verið rosalega nánir. Þeir hafa alltaf verið ótrúlega hugmyndaríkir og leikirnir þeirra í æsku voru hin mestu ævintýri. Ætli það hafi ekki verið þar sem sköpunargáfan kom fyrst fram,“ segir Jörundur Guðmundsson, forstöðumaður Háskólaútgáfunnar og faðir fatahönnuðarins Guðmundar Jörundssonar og tónlistarmannsins Þórðar Jörundssonar. Þeir bræður Guðmundur og Þórður eru báðir meðal vinsælustu listamanna landsins um þessar mundir, hvor í sinni greininni. Menning 16. apríl 2013 07:00
Úlfshjarta verður að kvikmynd Framleiðslufyrirtækið Filmus keypti nýverið kvikmyndaréttinn að bókinni Úlfshjarta eftir Stefán Mána. Óskar Þór Axelsson mun leikstýra myndinni og skrifa handritið að henni. Hann leikstýrði síðast myndinni Svartur á leik sem var byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána. Stefán Máni segir mikið traust ríkja á milli sín og Óskars Þórs enda þekkist þeir orðið vel. "Hann sannaði sig algjörlega síðast og það er frábært að fá tækifæri til að vinna með honum og framleiðandanum aftur. Þetta snýst mikið um traust því héðan í frá stjórna ég engu. Ég fylgist þó með gangi mála, eins og ég gerði með Svartur á leik, og verð þriðja augað,“ segir Stefán Máni. Menning 16. apríl 2013 07:00
Íslendingar bætast í hóp Spotify-notenda Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir. Tónlist 16. apríl 2013 07:00
Naut liðsinnis systra sinna við upptökur Ólöf Arnalds gaf nýverið út plötuna Sudden Elevation. Systur hennar, Dagný og Klara, aðstoðuðu hana við upptökur sem fóru fram í jakútískum sumarbústað. Tónlist 15. apríl 2013 15:00
Hungurleikarnir: Eldar kvikna - Fyrsta sýnishorn frumsýnt í dag Jennifer Lawrence er flott sem fyrr í hlutverki Katniss Everdeen. Menning 15. apríl 2013 09:02
Byggir litla heima í kringum lög frænku Leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir gefur út hljómplötu með frænku sinni Bjarneyju Önnu Jóhannesdóttur, en hún er greind með asperger-heilkenni. Í stað útgáfutónleika standa frænkurnar fyrir listasýningu á Akureyri. Menning 14. apríl 2013 21:00
Fjallar um ást og dauða Nú er himneska sumarið komið er heiti nýs leikrits eftir Sigtrygg Magnason sem sýnt er í Dillonshúsi í Árbæjarsafni. Það gerist í nútímanum en er byggt á ástarsögu langafa og langömmu höfundarins. Menning 14. apríl 2013 14:30
Hefur lengi dreymt um þennan samning Dísa Jakobsdóttir vekur athygli með nýju lagi sínu, Sun. Lagið er innblásið af LoveStar eftir Andra Snæ Magnason. Dísa skrifaði nýlega undir samning við danska útgáfufyrirtækið Tigerspring, þar sem hennar uppáhaldssveitir eru fyrir. Tónlist 13. apríl 2013 07:00
Partístemning á Faktorý Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir kemur fram á styrktartónleikum fyrir Regnbogabörn. Tónlist 12. apríl 2013 07:00
Skálmöld á Þjóðhátíð í Eyjum Þungarokkssveitin spilar í fyrsta sinn á Þjóðhátíð. Meðlimir óþarflega spenntir. Tónlist 12. apríl 2013 07:00
Ætlar ekki að leggja leiklistina á hilluna Anna Gunndís Guðmundsdóttir hefur nám í leikstjórn við Tisch School of the Arts í New York borg. Menning 11. apríl 2013 12:15
Plata sem fjallar mest um ástina Listakonan Berglind Ágústsdóttir sendir frá sér sínu fjórðu plötu, I am your girl. Tónlist 11. apríl 2013 07:00