Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Mín gæfa að lenda í námi hjá Snæbjörgu

Ingibjörg Guðjónsdóttir er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2013. Hún fagnar útnefningunni með tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í kvöld. Þar mun hún heiðra Snæbjörgu Snæbjarnardóttur söngkennara, sem verið hefur örlagavaldur í lífi hennar.

Menning
Fréttamynd

Gróska í Hipphopp senunni

Mikil gróska hefur verið í íslensku hipphoppsenunni síðustu ár. Fréttablaðið tók saman hluta þeirra fjölmörgu banda sem hafa mótað og haft leiðandi áhrif á stefnuna, sem virðist vaxa og dafna ár frá ári.

Tónlist
Fréttamynd

Samfylkingin borgaði skuldina

Rokksveitin Botnleðja sendir senn frá sér safnskífuna Þegar öllu er á botninn hvolft, þar sem finna má helstu smellina og óútgefnar upptökur auk tveggja glænýrra laga.

Tónlist
Fréttamynd

Lambchop til Íslands

Bandaríska jaðarkántrísveitin Lambchop endar tónleikaferð sína um Evrópu með tónleikum í Iðnó sunnudagskvöldið 7. júlí. Lay Low mun hita upp.

Tónlist
Fréttamynd

Hátíðin Sumarmölin í fyrsta sinn

Tónlistarhátíðin Sumarmölin á Drangsnesi verður haldin í fyrsta sinn í sumar. Hún fer fram í samkomuhúsinu Baldri 15. júní. Í kjölfar góðra undirtekta við tónleikaröðinni Mölinni á Drangsnesi var ákveðið að halda þessa nýju tónlistarhátíð.

Tónlist
Fréttamynd

Tengdó kveður

Síðasta sýningarhelgi á leiksýningunni Tengdó er um helgina. Sýningin hlaut fern Grímuverðlaun í fyrra og var meðal annars valin sýning ársins. Hún verður ekki á dagskrá á næsta leikári svo þetta er síðasta tækifæri til að berja hana augum. Síðasta sýning er 7. júní. Leiksýningin sló óvænt í gegn er hún var frumsýnd og hefur nú verið sýnd fyrir fullu húsi á 70 sýningum.

Menning
Fréttamynd

Sign undirbýr nýja plötu

Hljómsveitin Sign stefnir að útgáfu nýrrar plötu seinna á þessu ári. Þeir Ragnar Zolberg og Arnar Grétarsson, forsprakkar hljómsveitarinnar, hafa undanfarið verið í Noregi þar sem þeir hafa lagt lokahönd á lagasmíðarnar.

Tónlist
Fréttamynd

Hönnuðir bera ríka félagslega ábyrgð

Ráðstefnan TEDx Reykjavík verður haldin í þriðja sinn þann 3. júní. Þar verða flutt erindi þar sem kynntar verða nýjar hugmyndir og uppgötvanir. Meðal fyrirlesara er Sigríður Heimisdóttir sem ætlar að ræða félagslega ábyrgð hönnuða.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Undirstaða í feneysku þvottahúsi

Katrín Sigurðardóttir er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum. Hún er þekkt fyrir að snúa á stærðarhlutföll í verkum sínum en vinnur nú í fyrsta sinn með arkitektúr í raunstærð. Afraksturinn er Undirstaða, 90 fermetra innsetning í gömlu hallarþvottahúsi.

Menning
Fréttamynd

Upptökur í 600 ára kastala

Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar.

Tónlist
Fréttamynd

Miðasala á Frank Ocean fer vel af stað

Áhugi fyrir tónleikum tónlistarmannsins Frank Ocean þann 16. júlí virðist vera gífurlegur. Óhætt er að segja að miðasalan fari vel af stað, en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að 3000 miðar væru seldir af þeim 5.5000 sem í boði eru. Nú eru innan við 1000 miðar eftir.

Tónlist