Kanínurnar í tómu tjóni á heimavelli sínum Svendborg Rabbits, lið Arnars Guðjónssonar, tapaði í kvöld á heimavelli á móti Hørsholm 79ers, 58-67, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Körfubolti 2. mars 2017 19:13
Skoraði hundrað stig í NBA-leik fyrir 55 árum síðan Annar dagur marsmánaðar er sögulegur dagur fyrir NBA-deildina í körfubolta því á þessum degi setti Wilt Chamberlain stigamet sem enginn hefur ógnað síðan þá. Körfubolti 2. mars 2017 17:30
Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Þjálfari Snæfells í Domino´s-deildunum segir svona upplýsingaflæði geta komið í bakið á mönnum. Körfubolti 2. mars 2017 14:00
Formaður dómaranefndar: Aldrei verið rætt um Ara á Facebook Ari Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Vals, fór mikinn í viðtölum í gær eftir svekkjandi tap síns liðs gegn Snæfelli í gær. Körfubolti 2. mars 2017 13:30
Sjáðu tæknivilluna sem gerði Ara brjálaðan: "Held að dómarinn pissi undir í nótt“ Þjálfari Vals var vægast sagt ósáttur við dómarana í tapinu í gærkvöldi en hér má sjá viðtalið við hann sem var tekið í beinni útsendingu. Körfubolti 2. mars 2017 13:00
Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. Körfubolti 2. mars 2017 12:30
Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. Körfubolti 2. mars 2017 09:45
Magnaðir átta dagar Elvars: Valinn besti leikmaður deildarinnar og kominn í undanúrslit Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var valinn besti leikmaður sinnar deildar í bandarísku háskólakörfunni. Körfubolti 2. mars 2017 09:00
Leonard með sigurkörfu á síðustu stundu | Myndband LeBron James nældi sér í sjöundu þrennuna á tímabilinu en það dugði ekki til sigurs hjá meisturunum. Körfubolti 2. mars 2017 07:30
Baráttan um sæti í úrslitakeppninni harðnar 20. umferð Domino's-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum en þetta er þriðja síðasta umferð deildarkeppninnar. Mikil spenna ríkir á öllum vígstöðvum um deildarmeistaratitilinn, síðustu sætin í úrslitakeppninni og hvaða lið fellur með Snæfelli. Körfubolti 2. mars 2017 07:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell 70-77 | Naumur sigur meistaranna Snæfell vann nauman 77-70 sigur á Valskonum í Vodafone-höllinni eftir framlengdan leik en með því heldur Snæfell toppsæti Domino's-deildar kvenna. Körfubolti 1. mars 2017 22:45
Ari: Veit af umræðu dómaranna um mig á Facebook Þjálfari Vals var æfur eftir naumt tap gegn Snæfelli í Dominos-deild kvenna en hann hellti sér yfir dómaraparið í viðtölum eftir leik þar sem hann sagðist vita af spjallþræði um sig. Körfubolti 1. mars 2017 22:30
Skallagrímur og Keflavík halda pressunni á Snæfell Skallagrímur og Keflavík unnu góða sigra í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld og halda þar með pressu á Snæfell í baráttunni á toppnum. Körfubolti 1. mars 2017 21:34
Af hverju svona alvarlegur? Jókerinn kláraði febrúar með þriðju þrennunni Nikola Jokic er að spila frábærlega fyrir Denver Nuggets á nýju ári. Körfubolti 1. mars 2017 16:00
Myndi fara í sturtu hinum megin við götuna Fyrrum NBA-stjarnan Amar'e Stoudemire segir að ef hann væri í liði með homma myndi hann leggja ýmislegt á sig til þess að forðast hann. Körfubolti 1. mars 2017 14:45
Óttast að Kevin Durant verði frá í nokkra mánuði Kevin Durant fer í myndatöku á hné í dag en Golden State ætlar að fá Matt Barnes í hans stað. Körfubolti 1. mars 2017 11:00
Þrítugasta þrennan hjá geggjuðum Westbrook en Warriors með kaldan Curry tapaði Golden State Warriors tapaði aðeins sínum tíunda leik í vetur en Russell Westbrook er að spila eins og sá sem valdið hefur. Körfubolti 1. mars 2017 07:30
Söknuðu Jakobs í naumu tapi í kvöld Jakob Sigurðarson gat ekki spilað með liði Borås Basket í kvöld og munaði mikið um íslenska bakvörðinn. Körfubolti 28. febrúar 2017 20:05
Quincy Hankins Cole: Ghetto Hooligans gera leikina miklu auðveldari fyrir okkur Quincy Hankins Cole hefur farið á kostum með ÍR-ingum að undanförnu. Þessi litríki karakter segir að stuðningssveit liðsins eigi mikið í góðu gengi á nýju ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti kappann og fjallaði um hann og stuðningsveitina í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Körfubolti 28. febrúar 2017 19:30
Frábær vika hjá Elvari varð ennþá betri Er hægt að spila betur en Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson gerði með Barry-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum í síðustu viku? Það er í það minnsta ekki á færi allra. Körfubolti 28. febrúar 2017 15:30
Finnur Atli: Landið er á móti Haukum Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, sér jákvæðar hliðar við alla umfjöllunina um Haukana og skíðaferð þjálfarans, Ívars Ásgrimssonar. Körfubolti 28. febrúar 2017 14:59
Kjartan hættur sem formaður körfuknattleiksdeildar Hauka Nýr formaður ætlar ekki að kalla Ívar Ásgrímsson, þjálfara karlaliðsins, heim úr skiðaferðalaginu. Körfubolti 28. febrúar 2017 13:00
Fyrrum troðslukóngur fór bókstaflega á milli fóta varnarmanns | Myndband Nate Robinson er ólíkindatól eins og sannaðist enn einu sinni á dögunum. Körfubolti 28. febrúar 2017 11:00
Curry hitti ekki skoti fyrir utan en það kom ekki að sök | Myndbönd Steph Curry bætti eigið met í að vera lélegur fyrir utan þriggja stiga línuna. Körfubolti 28. febrúar 2017 07:30
Fjarvera Ívars getur hjálpað til Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að þó svo hann hefði viljað hafa þjálfarann sinn, Ívar Ásgrímsson, á landinu þá geti það verið ágætt fyrir liðið að vera án þjálfarans um tíma. Körfubolti 28. febrúar 2017 06:00
Fagnaði of snemma því hann átti eftir að lesa smáaletrið Jackson Logsdon hélt hann hefði unnið 38 þúsund dollara á dögunum þegar hann setti niður skot frá miðju í skotleik í kringum heimaleik kvennakörfuboltaliðs Louisville. Strákurinn fagnaði hinsvegar of snemma. Körfubolti 27. febrúar 2017 23:00
Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. Körfubolti 27. febrúar 2017 19:00
Kristófer Acox með þúsund stig fyrir skólann sinn Íslenski landsliðsmaðurinn Kristófer Acox setti í gær nýtt persónulegt met í síðasta heimaleik sínum með Furman í bandaríska háskólaboltanum. Körfubolti 27. febrúar 2017 17:45
Getur ekki hætt að bora í nefið Hinn goðsagnakenndi þjálfari Syracuse-háskólans í körfubolta, Jim Boeheim, er mikið á milli tannanna á fólki á samfélagsmiðlum enda virðist hann ekki geta hætt að bora í nefið á leikjum. Körfubolti 27. febrúar 2017 16:00
Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. Körfubolti 27. febrúar 2017 13:45