Fyrrum troðslukóngur fór bókstaflega á milli fóta varnarmanns | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2017 11:00 Nate Robinson, fyrrverandi leikstjórnandi liða á borð við New York Knicks, Boston Celtics og Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta, er engum líkur á vellinum eins og sannaðist á tíu ára ferli hans í NBA. Hann er einn minnsti leikmaður sögunnar sem hefur unnið troðslukeppni stjörnuhelgarinnar en þrátt fyrir að vera aðeins 175 cm hár er Robinson eini maðurinn í sögunni sem hefur unnið troðslukeppni NBA-deildarinnar þrisvar sinnum. Það gerði hann árin 2006, 2009 og 2012. Robinson spilaði síðast í NBA árið 2015 en í fyrra var hann á mála hjá Hapoel Tel Aviv í Ísrael. Núna spilar hann í þróunardeild NBA eða NBA D-league með Delaware 87ers í von um að fá aftur samning í NBA. Hvort sem sá draumur rætist eða ekki minnti hann allavega hressilega á sig um helgina þegar hann bauð upp á ein ótrúlegustu tilþrif sem hafa sést í körfubolta vestanhafs í langan tíma. Í leik á móti kanadíska liðinu Raptors 905 fór hann nefnilega á milli fóta varnarmanns og nældi sér í tvö vítaskot með því að keyra að körfunni. Hreint ótrúleg sena. Robinson lenti í tveggja manna pressu en leysti hana svona líka snilldarlega með því að drippla boltanum á milli fóta hins 222 cm háa Walter Tavaers. Hann lét það ekki nægja heldur fór sjálfur á milli fóta risans frá Grænhöfðaeyjum. Þessi ótrúlegu tilþrif má sjá í spilaranum hér að ofan en hér að neðan má sjá tíu flottustu troðslur Nate Robinson í NBA-deildinni. Körfubolti Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Nate Robinson, fyrrverandi leikstjórnandi liða á borð við New York Knicks, Boston Celtics og Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta, er engum líkur á vellinum eins og sannaðist á tíu ára ferli hans í NBA. Hann er einn minnsti leikmaður sögunnar sem hefur unnið troðslukeppni stjörnuhelgarinnar en þrátt fyrir að vera aðeins 175 cm hár er Robinson eini maðurinn í sögunni sem hefur unnið troðslukeppni NBA-deildarinnar þrisvar sinnum. Það gerði hann árin 2006, 2009 og 2012. Robinson spilaði síðast í NBA árið 2015 en í fyrra var hann á mála hjá Hapoel Tel Aviv í Ísrael. Núna spilar hann í þróunardeild NBA eða NBA D-league með Delaware 87ers í von um að fá aftur samning í NBA. Hvort sem sá draumur rætist eða ekki minnti hann allavega hressilega á sig um helgina þegar hann bauð upp á ein ótrúlegustu tilþrif sem hafa sést í körfubolta vestanhafs í langan tíma. Í leik á móti kanadíska liðinu Raptors 905 fór hann nefnilega á milli fóta varnarmanns og nældi sér í tvö vítaskot með því að keyra að körfunni. Hreint ótrúleg sena. Robinson lenti í tveggja manna pressu en leysti hana svona líka snilldarlega með því að drippla boltanum á milli fóta hins 222 cm háa Walter Tavaers. Hann lét það ekki nægja heldur fór sjálfur á milli fóta risans frá Grænhöfðaeyjum. Þessi ótrúlegu tilþrif má sjá í spilaranum hér að ofan en hér að neðan má sjá tíu flottustu troðslur Nate Robinson í NBA-deildinni.
Körfubolti Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira