Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Handan járntjaldsins

Nokkur íslensk fyrirtæki námu land í Eystrasaltsríkjunum í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Rússlandi árið 1991 og hafa komið sér þar ágætlega fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umsvifamesti atvinnurekandinn

Baugur Group trónir á toppnum yfir umsvifamesta íslenska fyrirtækið með langflesta erlenda starfsmenn á launaskrá á erlendri grund. Útrás fyrir­tækisins hófst líkt og frægt er orðið með verslanarekstri í samstarfi við Arcadia og Debenhams á Norðurlöndunum um árið 2000 og hefur vaxið mikið síðan, ekki síst síðastliðin fimm ár með viðamiklum kaupum í Bretlandi og Danmörku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð á niðurleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór undir 79 dali á tunnu í gær eftir að olíufélagið Shell greindi frá því að það ætlaði að auka olíuframleiðslu í Nígeríu. Verðið hefur verið rúmlega áttatíu dalir á tunnu upp á síðkastið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tíu prósent iPhone-síma ólögleg

Einn af hverjum tíu iPhone-margmiðlunarsímum frá Apple er seldur til fólks sem hefur í hyggju að afkóða símann og selja á svörtum markaði. Þetta segir í nýrri umfjöllun um símana, sem eingöngu er hægt að kaupa í Bandaríkjunum og á ekki að vera hægt að nota utan landsteinanna. Ekki er gert ráð fyrir að símarnir komi á markað í Evrópu fyrr en eftir mánuð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Annað Ísland í útlöndum

Fjöldi erlendra starfsmenn íslenskra fyrirtækja í útlöndum hefur rúmlega áttatíufaldast á rúmum áratug og eru þeir nú jafn margir ef ekki fleiri en allir starfandi einstaklingar hér á landi í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærstu bankakaupin senn að veruleika

Þrír bankar frá Belgíu og Spáni undir forystu Royal Bank of Scotland (RBS) hafa tryggt sér samþykki handhafa 86 prósenta hlutabréfa í ABN Amro, stærsta banka Hollands, fyrir yfirtöku á honum. Kaupverð nemur tæpum 72 milljörðum evra, rúmum 6.200 milljörðum íslenskra króna og allt útlit er fyrir að bankarnir taki þátt í einhverjum stærstu fyrirtækjakaupum í evrópskum fjármálaheimi til þessa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn...

Ekki gekk alveg áfallalaust að koma gestum með flugi frá Reykjavíkurflugvelli á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum í gær. Fara átti í loftið klukkan átta að morgni, en vegna þess hversu hægt gekk í öryggisskoðun var töfin orðin klukkustund þegar allir voru komnir um borð, sumir hverjir án tannkrems, rakspíra og hárgels sem er víst meðal stærstu ógna flugöryggis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Forstjóraflétta

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fundið sig vel í starfi stjórnar­formanns Reykjavík Energy Invest. Það er ekki mikið mál fyrir reynslubolta úr viðskiptalífinu að hoppa á milli starfa sem eru ólík en eiga samt mikið sameiginlegt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

FL Group sogar enn til sín starfsfólk. Síðast í gær var tilkynnt að Halldór Kristmannsson hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group. Verður hann partur af framkvæmdastjórn félagsins og mun bera ábyrgð á öllu sem snýr að samskiptamálum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vonbrigði

Nick Leeson hélt erindi á morgunverðarfundi á vegum Icebank og Háskólans í Reykjavík í gærmorgun. Leeson er þekktur fyrir það eitt að vera verðbréfamiðlarinn fyrrverandi sem setti Baringsbanka, viðskiptabanka Englandsdrottningar, á hausinn með harla vafasömum gjaldeyrisviðskiptum árið 1995. Leeson var eðlilega fullur eftirsjár enda gjaldþrotið eitt það stærsta í bankaheiminum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn …

Eins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Írland hefur verið nefnt „Keltneski tígurinn" vegna uppgangs og viðsnúnings í efnahagslífinu síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Brendan Walsh, heiðursprófessor við University College Dublin, benti hins vegar á, í erindi sínu á málþingi Rannsóknaseturs um smáríki í gær, að þetta væri náttúrulega mikið misnefni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Viðskiptaráð, en svo nefnist félag viðskiptafræðinema við Háskólann í Reykjavík, stendur í hádeginu í dag fyrir forvitnilegu þingi. Þangað kemur að norðan til að halda erindi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri fjárfestingabankans nýja, Saga Capital.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í svigi

Ég er svo kátur þessa dagana að ég næ mér varla niður á jörðina. Fyrir menn eins og mig eru svona sveiflutímabil eins og svigbrekka fyrir góðan skíðamann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankahólfið: Skattaparadís Ingólfs

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fór á kostum á ráðstefnu Glitnis í New York um jarðvarmavirkjanir. Þar dró hann upp skemmtilega mynd af því hvernig Reykjavík væri eina höfuðborgin sem hlyti nafn af jarðvarma, þegar Ingólfur Arnarson nefndi staðinn eftir reyknum sem steig upp frá heitum laugunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn...

Nokkuð hefur verið rætt upp á síðkastið um netþjónabú, sem bandarísku hugbúnaðar- og netfyrirtækin Microsoft, Yahoo, Google, ásamt öðrum, eru að skoða að reisa hér á landi. Á ráðstefnu Skýrslutæknifélags Íslands í vikunni um netþjónabúin komu upp vangaveltur um nafnið enda gætu bú sem þessi geymt mun meira en netþjóna eina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Margir hafa reynt að komast yfir TM en engum tekist það fyrr en nú að FL Group, Sund og Glitnir náðu þar undirtökunum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem reyndi að komast til valda í TM fyrir nokkrum árum án árangurs, er því kominn með pálmann í hendurnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Indverska samstæðan United Breweries, sem meðal annars á eitt af stærstu brugghúsum heims og er þekktast fyrir Kingfisher-bjórinn, hefur keypt skoska vískíframleiðandann Whyte & Mackay. Kaupverð nemur 595 milljónum punda, jafnvirði 77 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lesið í garnir markaðar

Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkasti hundurinn?

Og aftur að „mini-görkunum“. Yngstu börnin á topp tíu listanum eru þriggja ára tvíburar vodkakóngsins og fagurkerans Rustam Tariko. Blessuð börnin gætu reyndar þurft að skipta arfinum með hundi sem föður þeirra er afar annt um enda klæðir hann ferfætlinginn í dýrasta skart.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guðlast í Símanum?

Í gær birti fréttavefurinn mbl.is frétt þess efnis að biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni, þætti nýjar auglýsingar fyrirtækisins ósmekklegar. Auglýsingarnar sýna Jesú og lærisveina hans við síðustu kvöldmáltíðina. Hann uppgötvar að Júdas er ekki við matarborðið en er ekki lengi að hafa uppi á honum með splunkunýjum 3G-símanum sínum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Litlir milljónerar

Rússneska dagblaðið Finans hefur tekið saman lista um þau börn rússneskra nýríkra auðkýfinga sem erfa muni mestan auð að foreldrum sínum látnum. Þau börn ein eru gjaldgeng á listann sem munu erfa jafnvirði eins milljarðs Bandaríkjadala, rúma 64 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Breski tónlistarfrömuðurinn Peter Gabriel hefur með fleirum fjárfest fyrir sem svarar til 340 milljóna íslenskra króna í netfyrirtækinu The Filter. Fyrirtækið heldur úti leitarvél á netinu sem finnur tónlist auk þess að mæla með tónlist af svipuðum toga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn

Það er ekki öldungis rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að SPRON sé fyrsti sparisjóðurinn sem verður hlutafélag. Tveir aðrir sparisjóðir eru nefnilega hlutafélög, nb.is-sparisjóður hf. (Netbankinn) og Sparisjóður Kaupþings hf. Þeir „sluppu" nefnilega í gegn áður en núgildandi lögum um sparisjóði var breytt árið 2004 sem margir vilja meina að hafi verið sett til höfuðs Kaupþingi og SPRON.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að ganga á vatni

Viðskipti eru öðrum þræði list. Þetta var niðurstaða mín þar sem ég stóð úti í miðri laxveiðiánni sem loksins er byrjuð að gefa eftir þurrkasumarið mikla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður í smákökum

Og enn um litlu fjárfestana því ekki þarf nema örlitla þekkingu á hlutabréfaviðskiptum til að sjá að stórhættulegt er að eyða hugsanlegum framtíðarhagnaði af hlutabréfadílum langt fram í tímann. Litlu fjárfestarnir sem komu ferskir inn á hlutabréfamarkað í niðursveiflunni geta hins vegar huggað sig við að bregði til beggja vona í hagnaðar­tökunni þá eigi þeir víst sæti á hluthafafundum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Litlu fjárfestarnir

Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík hefur löngum þótt helsti viðkomustaður flotta fólksins. Búningsklefinn í Laugum sem veitir aðgang að baðstofunni þykir flottastur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aldurinn skiptir máli

Hollenska iðnsamstæðan Stork N.V. blés til hluthafafundar að beiðni breska fjárfestingasjóðsins Candover til að kynna yfirtökutilboð sjóðsins í samstæðuna. Candover-menn þóttu á fundinum heldur gera í brækurnar þegar fulltrúi sjóðsins kaus að taka ekki til máls eða svara spurningum hluthafa um fyrirætlan með yfirtökunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tækifæri í umrótinu

Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans.

Viðskipti innlent