Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

KR-ingar unnu Fjölni

KR vann góðan 2-0 sigur í síðasta leik þrettándu umferðar Landsbankadeildarinnar sem leikinn var í kvöld. Sigur KR var verðskuldaður en Vesturbæjarliðið var mun sterkara.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stjarnan vann ÍBV

Tveir leikir voru í 1. deild karla í kvöld. Stjarnan gerði sér lítið fyrri og vann 1-0 sigur á toppliði ÍBV þar sem Björn Pálsson skoraði sigurmarkið á 86. mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sara Björk í Breiðablik

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er Breiðablik að krækja í Söru Björk Gunnarsdóttur frá Haukum. Þessi átján ára stelpa var eftirsótt af mörgum liðum í Landsbankadeild kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leifur í leikbann

Það var nóg að gera hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í dag sem dæmdi alls 60 manns í leikbann. Þar á meðal var Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, sem var dæmdur í eins leiks bann vegna fjögurra áminninga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir Snær kominn í Fjölni

Miðjumaðurinn Heimir Snær Guðmundsson er genginn í raðir Fjölnis frá FH. Heimir lék með Fjölni á lánssamningi frá FH á síðustu leiktíð og stóð sig mjög vel þar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hún gerist ekki blautari og kaldari tuskan

Bjarni Guðjónsson verður í fyrsta skipti í leikmannahópi KR í kvöld þegar liðið tekur á móti spútnikliði Fjölnis í lokaleik 13. umferðar í Landsbankadeildinni. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport auk þess sem fylgst verður með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þórður tekur við fyrirliðabandinu

Þórður Guðjónsson mun taka við fyrirliðabandinu hjá Skagamönnum af Bjarna bróður sínum sem gekk í raðir KR-inga í fyrrakvöld. Þetta staðfesti Bjarki Gunnlaugsson þjálfari ÍA í samtali við fotbolta.net í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Afturelding vann Stjörnuna

Afturelding vann sannfærandi sigur á Stjörnunni 4-2 í eina leik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna. Afturelding komst fjórum mörkum yfir en Stjarnan minnkaði muninn með tveimur mörkum í lokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keflavík gerði jafntefli gegn Fylki

Fylkir gerði 3-3 jafntefli við Keflavík í hörkuleik í Árbænum í kvöld. Keflvíkingar komust í 3-1 en Fylkismenn jöfnuðu á 86. mínútu leiksins. FH-ingar hafa því eins stigs forystu á toppi deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Framarar unnu HK-inga

Framarar unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu HK á Kopavogsvelli 2-0. Þeir byrjuðu af meiri krafti og komust yfir eftir ellefu mínútna leik þegar Auðun Helgason átti frábæra sendingu fram völlinn á Paul McShane sem gerði allt rétt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Helgi jafnaði met Tómasar Inga

Valsmaðurinn Helgi Sigurðsson varð annar leikmaðurinn til að setja þrennu fyrir þrjú lið í efstu deild í knattspyrnu þegar hann skoraði þrjú mörk fyrir Val í Grindavík í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

HK fær tvo varnarmenn

Knattspyrnudeild HK hefur fengið tvo nýja varnarmenn til félagsins fyrir lokasprettinn í Landsbankadeildinni. Þetta eru Slóveninn Erdzan Beciri og Kósóvómaðurinn Benis Krasniqi, en þeir eru báðir varnarmenn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni Guðjónsson: Samningur við KR til 2012

Skagamaðurinn Bjarni Guðjónsson skrifaði í kvöld undir fjögurra og hálfs árs samning við KR. Forráðamenn KR staðfestu þetta við Vísi og jafnframt að náðst hefði samkomulag við ÍA um kaupverð. Bjarni sagði við Vísi í kvöld að KR hefði alltaf verið fyrsti kostur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór/KA lagði Stjörnuna

Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þór/KA vann góðan 2-0 sigur á Stjörnunni fyrir norðan 2-0. Það voru þær Ivana Ivanovic og Rakel Hönnudóttir sem skoruðu mörk norðanliðsins í síðari hálfleik.

Íslenski boltinn