Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Magnús Már aftur í KR

Magnús Már Lúðvíksson er genginn í raðir KR á nýjan leik. Að þessu sinni kemur hann til KR frá norska félaginu Hödd. Þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn mæta KR í úrslitaleiknum - unnu Fylki í vítakeppni

Haraldur Björnsson, markvörður Vals, varði þrjár vítaspyrnur Fylkismanna í vítkeppni í undanúrslitaleik liðanna í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í Egilshöllinni í kvöld. Það var síðan Halldór Kristinn Halldórsson sem tryggði Val sæti í úrslitaleiknum með því að skora úr síðustu spyrnu Valsliðsins. Leiknum sjálfum lauk með 1-1 jafntefli en það var ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hannes varði víti frá Fram og KR fór í úrslitaleikinn

KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á Reykjavíkurmóti karla í fótbolta með sigri á Fram í vítakeppni í undanúrslitaleik liðanna í Egilshöllinni í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli í venjulegum leiktíma en það var ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni..

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslenskur toppfótbolti - ný samtök félaga í efstu deild

Félögin tólf í efstu deild hafa stofnað félagið Íslenskur Toppfótbolti – samtök félaga í efstu deild karla í knattspyrnu. Þetta eru hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í Pepsideild karla í knattspyrnu. Félagið byggir á grunni Félags formanna í efstu deild karla sem hefur starfað síðan 1994.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Myljandi hagnaður hjá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, heldur áfram að gera það gott og enn eitt árið skilar sambandið myljandi hagnaði. Að þessu sinni skilaði sambandið hagnaði upp á 67 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 32 milljón króna hagnaði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Strákarnir unnu sigur á Grikkjum í Futsal

Íslenska futsal-landsliðið er greinilega búið að finna taktinn því liðið fylgdi eftir 6-1 sigri á Armenum með því að vinna 5-4 sigur á Grikkjum í lokaleik riðils síns í forkeppni Evrópumótsins sem fram fór á Ásvöllum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi negldi sig inn í sögubækurnar - myndband

Íslenska futsal landsliðið vann sinn fyrsta sigur frá upphafi í gær þegar strákarnir fóru á kostum í seinni hálfleik í 6-1 sigri á Armenum. Þetta var annar leikur liðsins í Evrópukeppninni í Futsal en liðið á ekki möguleika á því að komast áfram því Lettar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og tryggt sér sæti í næstu umferð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Selfoss lánar Jón Daði Böðvarsson til AGF

Jón Daði Böðvarsson gekk í gær frá tveimur samningum. Hann endurnýjaði samning sinn við Selfoss til ársins 2014 og gekk svo frá lánsamningi við danska félagið AGF. Jón Daði mun spila með danska liðinu fram á vor. Þetta kom fram á á fréttavefnum Sunnlenska.is.

Íslenski boltinn