Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Engir Úgandamenn með ÍBV-liðinu í kvöld

Þór og ÍBV verða án margra leikmanna þegar þau mætast í Pepsi-deild karla á Þórsvellinum á Akureyri í kvöld. Þrír leikmenn Þórsliðsins eru í agabanni og tveir landsliðsmenn Úganda komust ekki til landsins í tæka tíð eftir að hafa spilað á móti Gínea-Bissá um helgina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Srjdan landaði sigrinum

Þórsarar unnu virkilega góðan sigur á ÍBV á heimavelli sínum á Akureyri í kvöld. Þeir geta þakkað Srjdan Rajkovic markmanni sínum fyrir stigin þrjú en hann átti magnaðan leik í 2-1 sigrinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fylkismenn fögnuðu í Fossvoginum - myndir

Fylkismenn menn fara í EM-fríið með tvo sigra í röð á bakinu eftir að þeir unnu 3-1 sigur á Víkingum í Víkinni í gærkvöldi. Fylkir verður því í hópi efstu liða deildarinnar þegar mótið hefst á nýjan leik í lok mánaðarins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Flottur leikur

Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis var ákaflega ánægður og stoltur af sínu liðið eftir glæsilegan 3-1 sigur á Víkingum í kvöld á Víkingsvellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann

Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri: Mætum af krafti eftir frí

Andri Marteinsson þjálfari Víkings var ekki í neinum vafa um það hver vendipunkturinn í tapinu gegn Fylki í kvöld var. Það var glæsimark Baldurs Bett aðeins mínútu eftir að Víkingar höfðu jafnað metin í upphafi seinni hálfleiks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Fylkir áfram á góðri siglingu

Fylkir gerði góða ferð á Víkingsvöll í kvöld þar sem liðið lagði heimamenn í Víking sannfærandi 3-1. Fylkir var betra liðið nær allan leikinn og þegar Víkingar komu sér inn í hann með jöfnunarmarki svöruðu gestirnir jafnharðan í tvígang og gerðu út um leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jón Guðni spilar með Fram á morgun

"Ég var með nokkur tilboð líka frá Norðurlöndunum en ekkert sem var að heilla mig. Að fara hingað er fínt næsta skref fyrir mig," sagði Jón Guðni Fjóluson sem í dag skrifaði undir samning við belgíska úrvalsdeildarfélagið Germinal Beerschot.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jón Guðni búinn að semja við lið í Belgíu

Framarar urðu fyrir miklu áfalli í dag þegar lykilmaður liðsins, Jón Guðni Fjóluson, skrifaði undir þriggja ára samning við belgíska félagið Germinal Beerschot. Samningurinn gildir frá og með 1. júlí næstkomandi. Jón Guðni mun væntanlega spila með Fram þar til hann fer út.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn töpuðu fyrstu stigunum - HK eitt á botninum

Víkingar úr Ólafsvík urðu fyrstir til þess að taka stig af Skagamönnum í 1. deild karla í fótbolta en 4. umferðinni lauk með fjórum leikjum í kvöld. Hjörtur Júlíus Hjartarson tryggði ÍA-liðinu 1-1 jafntefli á móti Víkingi með sínu þriðja marki í sumar.

Íslenski boltinn